Til að byrja með var aðeins hægt að horfa á myndbandið með sérstökum sýndarveruleikagleraugu en myndbandið var tekið upp við Gróttu og í samstarfi við Andrew Thomas Huang.
Sjá einnig: Björk nýtir nýjustu tækni í nýjasta myndbandi sínu
Nú er hægt að horfa á myndbandið á YouTube og þurfa áhorfendur að ýta á takkana uppi í vinstra horninu til að njóta þess til fulls.
Áhorfandinn getur sem sagt snúið sér að vild og breytt þar með því sem hann sér.
Myndbandið er við lagið Stonemilker og er annað myndbandið við lag af plötunni Vulnicura.