"Langt frá því að vera samkeppnishæfur“ Kári Örn Hinriksson skrifar 8. júní 2015 13:00 Tiger Woods er ávalt heitt umræðuefni. Getty Tiger Woods setti persónulegt met um helgina en hann lék sinn versta hring á atvinnumannaferlinum á þriðja degi á Memorial mótinu og kom inn á 85 höggum eða 13 yfir pari. Það kom því engum á óvart að Woods skuli hafa hlaupið framhjá blaðamönnum eftir hringinn og neitað að tjá sig um frammistöðuna en hann endaði í síðasta sæti af þeim kylfingum sem náðu niðurskurðinum. Vandamál Woods hafa verið mikil að undanförnu og hann virðist aðeins vera skugginn af sjálfum sér á golfvellinum en hann hefur samt sem áður tekið sér tvö löng frí á undanförnum 12 mánuðum til þess að jafna sig af meiðslum og vinna í leik sínum. Woods sigraði fimm sinnum á PGA-mótaröðinni árið 2013 og var óneitanlega besti kylfingur heims en eftir frammistöðu helgarinnar situr Woods í 181. sæti heimslistans og virðist vera í frjálsu falli.Margir með kenningar um niðursveiflu ársinsÞessi hraða niðursveifla hjá Woods veldur mörgum golffjölmiðlamönnum heilabrotum en Eamon Lynch, ritstjóri Golf Magazine, telur að hann þurfi að skipta um þjálfara. „Tiger virðist sífellt vera að fá sér reynsluminni þjálfara, hann er núna með Chris Como sem er örugglega frábær, fyrir suma kylfinga, en ekki fyrir Tiger Woods. Hann þarf einhvern með meiri reynslu sem hjálpar honum að rifja upp hvað gerði hann nánast ósigrandi á sínum tíma." Gary Van Sickle, blaðamaður á Sports Illustrated, segir að Woods þurfi að einbeita sér að því að laga upphafshöggin. „Við sjáum enn að hann getur púttað og slegið með járnum en upphafshöggin hafa verið stórt vandamál hjá Tiger í næstum því áratug núna. Ef hann finnur leið til þess að hitta miklu fleiri brautir þá gæti hann náð sömu hæðum og áður en hann virðist vera langt frá því eins og er.“ Josh Sens, pistlahöfundur á Golf Magazine, er alls ekki sammála Van Sickle og segir að Woods eigi aldrei eftir að ná sömu hæðum aftur. „Það sést ekki jafn vel í golfi og öðrum íþróttum þegar að menn eru hættir að vera í heimsklassa, en Tiger er langt frá því þessa dagana. Þetta er ekki eins og í boxi þegar að menn eru rotaðir og skynja þá að þeirra tími sé kominn, en mér finnst næstum því eins og hver einasti hringur hjá honum þessa dagana sé lítið rothögg. Hann er langt frá því að vera samkeppnishæfur.“US Open næst á dagskráNæsta mót sem Woods tekur þátt í er Opna Bandaríska meistaramótið sem fram fer á Chambers Bay strandvellinum seinna i júní. Þar hefur hann verið við æfingar að undanförnu en völlurinn ætti að henta leikstíl Woods vel sem kann vel við sig á strandvöllum þegar að hann getur notast við járn af teig. Það verður áhugavert að sjá hvað Woods gerir þar, hvort hann geti enn barist við þá bestu eða hvort að enn eitt rothöggið á glæsilegan feril þessa magnaða kylfings verði slegið. Golf Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Tiger Woods setti persónulegt met um helgina en hann lék sinn versta hring á atvinnumannaferlinum á þriðja degi á Memorial mótinu og kom inn á 85 höggum eða 13 yfir pari. Það kom því engum á óvart að Woods skuli hafa hlaupið framhjá blaðamönnum eftir hringinn og neitað að tjá sig um frammistöðuna en hann endaði í síðasta sæti af þeim kylfingum sem náðu niðurskurðinum. Vandamál Woods hafa verið mikil að undanförnu og hann virðist aðeins vera skugginn af sjálfum sér á golfvellinum en hann hefur samt sem áður tekið sér tvö löng frí á undanförnum 12 mánuðum til þess að jafna sig af meiðslum og vinna í leik sínum. Woods sigraði fimm sinnum á PGA-mótaröðinni árið 2013 og var óneitanlega besti kylfingur heims en eftir frammistöðu helgarinnar situr Woods í 181. sæti heimslistans og virðist vera í frjálsu falli.Margir með kenningar um niðursveiflu ársinsÞessi hraða niðursveifla hjá Woods veldur mörgum golffjölmiðlamönnum heilabrotum en Eamon Lynch, ritstjóri Golf Magazine, telur að hann þurfi að skipta um þjálfara. „Tiger virðist sífellt vera að fá sér reynsluminni þjálfara, hann er núna með Chris Como sem er örugglega frábær, fyrir suma kylfinga, en ekki fyrir Tiger Woods. Hann þarf einhvern með meiri reynslu sem hjálpar honum að rifja upp hvað gerði hann nánast ósigrandi á sínum tíma." Gary Van Sickle, blaðamaður á Sports Illustrated, segir að Woods þurfi að einbeita sér að því að laga upphafshöggin. „Við sjáum enn að hann getur púttað og slegið með járnum en upphafshöggin hafa verið stórt vandamál hjá Tiger í næstum því áratug núna. Ef hann finnur leið til þess að hitta miklu fleiri brautir þá gæti hann náð sömu hæðum og áður en hann virðist vera langt frá því eins og er.“ Josh Sens, pistlahöfundur á Golf Magazine, er alls ekki sammála Van Sickle og segir að Woods eigi aldrei eftir að ná sömu hæðum aftur. „Það sést ekki jafn vel í golfi og öðrum íþróttum þegar að menn eru hættir að vera í heimsklassa, en Tiger er langt frá því þessa dagana. Þetta er ekki eins og í boxi þegar að menn eru rotaðir og skynja þá að þeirra tími sé kominn, en mér finnst næstum því eins og hver einasti hringur hjá honum þessa dagana sé lítið rothögg. Hann er langt frá því að vera samkeppnishæfur.“US Open næst á dagskráNæsta mót sem Woods tekur þátt í er Opna Bandaríska meistaramótið sem fram fer á Chambers Bay strandvellinum seinna i júní. Þar hefur hann verið við æfingar að undanförnu en völlurinn ætti að henta leikstíl Woods vel sem kann vel við sig á strandvöllum þegar að hann getur notast við járn af teig. Það verður áhugavert að sjá hvað Woods gerir þar, hvort hann geti enn barist við þá bestu eða hvort að enn eitt rothöggið á glæsilegan feril þessa magnaða kylfings verði slegið.
Golf Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira