Guðmundur bætti stöðu sína á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar 31. maí 2015 13:45 Guðmundur Ágúst er að gera góða hluti í háskóladeildinni í Bandaríkjunum. MYND/EAST TENNESSEE STATE Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, bætti stöðu sína verulega á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Guðmundur Ágúst, sem keppir fyrir East Tennessee State háskólann, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 78 höggum en hann fór holu í höggi á þeim hring. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið. Eftir hringinn í gær fór Guðmundur Ágúst upp um 30 sæti í keppni einstaklinga en hann er í 60. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hóf keppni á 10. teig í gær og byrjaði hann með tveimur fuglum í röð. Hann tapaði síðan höggum á 13., 15., 18., 2., og 5. Hann lagaði síðan stöðu sína með þremur fuglum í röð á síðustu þremur holunum. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, bætti stöðu sína verulega á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Guðmundur Ágúst, sem keppir fyrir East Tennessee State háskólann, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 78 höggum en hann fór holu í höggi á þeim hring. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið. Eftir hringinn í gær fór Guðmundur Ágúst upp um 30 sæti í keppni einstaklinga en hann er í 60. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hóf keppni á 10. teig í gær og byrjaði hann með tveimur fuglum í röð. Hann tapaði síðan höggum á 13., 15., 18., 2., og 5. Hann lagaði síðan stöðu sína með þremur fuglum í röð á síðustu þremur holunum.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira