Fær 16 milljarða fyrir 3 ára samning Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:42 Lewis Hamilton er með forystu í Formúlu 1 keppni ársins. Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent
Lewis Hamilton skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Mercedes Benz í Formúlu 1. Hann mun aka bílum þeirra næstu 3 tímabil. Lewis Hamilton er nú með ágæta forystu í keppni þeirra bestu og ef hann vinnur á þessu tímabili yrði það í þriðja skiptið sem hann hampar titlinum, eða jafn oft og Ayrton Senna gerði á sínum tíma. Hamilton ætti að eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi þrjú ár en samningurinn tryggir honum 40 milljónir dollarar á ári, eða 15,85 milljarða króna á samningstímanum. Hann fær nú 31 milljónir dollara á ári frá Mercedes Benz og því er þessi nýi samningur nokkru stærri þó flestir hefðu unað við þann fyrri. Auk þess hefur Hamilton fengið bónusa fyrir hvern sigur og heildarsigur í keppninni. Hamilton vann fyrst Formúlu 1 keppnina árið 2008 og svo aftur í fyrra.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent