Andri fagnaði sínum öðrum sigri á Egils Gull mótinu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2015 16:09 Andri Þór í eldlínunni í dag. vísir/gsí Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum og þetta er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Það verður rok og svipaðar aðstæður á þeim mótum sem ég mun taka þátt í á næstunni,“ sagði Andri en hann er í landsliði Íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum. Andri stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkominn til landsins og hann segir að það hafi ekki verið stórmál að skipta yfir í íslenskar aðstæður eftir Bandaríkjadvölina. „Þetta er það sem maður þarf að æfa sig í að gera. Það er mót í Vestmannaeyjum um næstu helgi, síðan taka við Smáþjóðaleikarnir og British Amateur í kjölfarið. Það er nóg að gera og ég ætla að fagna sigrinum með því að hjálpa pabba að mála í kvöld,“ bætti Andri við.Lokastaðan: Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69). Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78) Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum og þetta er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Það verður rok og svipaðar aðstæður á þeim mótum sem ég mun taka þátt í á næstunni,“ sagði Andri en hann er í landsliði Íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum. Andri stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkominn til landsins og hann segir að það hafi ekki verið stórmál að skipta yfir í íslenskar aðstæður eftir Bandaríkjadvölina. „Þetta er það sem maður þarf að æfa sig í að gera. Það er mót í Vestmannaeyjum um næstu helgi, síðan taka við Smáþjóðaleikarnir og British Amateur í kjölfarið. Það er nóg að gera og ég ætla að fagna sigrinum með því að hjálpa pabba að mála í kvöld,“ bætti Andri við.Lokastaðan: Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69). Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78)
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira