Bíó og sjónvarp

Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einarinn á Skjaldborgarhátíðinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri og Hrafnhildur Gunnarsdóttur framleiðandi myndarinnar Hvað er svona merkilegt við það?
Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri og Hrafnhildur Gunnarsdóttur framleiðandi myndarinnar Hvað er svona merkilegt við það?
Heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það?, eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur, hlaut áhorfendaverðlaunin Einarinn á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um liðna helgi.

Myndin fjallar um það þegar íslenskar konur ákváðu – í kjölfarið á róttækri og litríkri kvennabaráttu -  að hasla sér völl á hinu pólitíska sviði. Þær stofnuðu Kvennaframboð til borgarstjórnar og síðar Kvennalistann sem átti fulltrúa á Alþingi í 16 ár.

Myndin hlaut góðar viðtökur á hátíðinni og voru þær Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri og Hrafnhildur Gunnarsdóttur framleiðandi klappaðar upp af áhorfendum eftir sýningu.

Einarinn, verðlaunaskjöldur Skjaldborgarhátíðarinnar er smíðaður af Einari Skarphéðinssyni smíðakennara á Patreksfirði og heitir jafnframt í höfuðið á honum. Einar smíðar gripinn á hverju ári af mikilli natni og velur sérstaklega efniviðinn í hann.

Hvað er svona merkilegt við það - Kynningarstikla from Krumma films on Vimeo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×