Bleikjan farin að taka í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2015 09:24 Guðmundur með flotta bleikju úr Hraunsfirði Mynd birt með leyfi www.veidikortid.is Hraunsfjörður er eitt vinsælasta bleikjusvæði vesturlands og það er heldur ekkert skrítið því þarna er bleikjan bæði væn og og oft mikið af henni. Það er þó oft erfitt að fá hana til að taka þannig að dagsskammtur af þolinmæði þarf oftar en ekki að vera með í för þegar rennt er í vatnið. En eins og venjulega launar þolinmæðin oft vel og þeir sem hafa verið duglegir við vatnið oftar ekki ekki fengið einn af þessum gullnu dögum þegar allt gengur upp og eftir liggja fallegar bleikjur á bakkanum. Veiðikortið greindi frá veiðimanni sem gerði góðan dag í Hraunsfirði en hann heitir Guðmundur Aron Guðmundsson. Hann er búinn að kíkja í Hraunsfjörðinn í tvígang og stoppað í um 1-2 tíma í hvort skipti. Í bæði skiptin hefur hann fengið tvær fínar bleikjur og hefur hann helst verið að fá þær á flugu sem heitir Héraeyra. Allir þessir fiskar tóku eftir að hann hafði séð bleikjur vaka og þá kastaði hann á þann stað og bingó! Bleikjan er í það minnsta mætt á svæðið þannig að það verður spennandi að fylgjast með næstu daga og vikur enda er fyrrihluti sumars góður tími í Hraunsfirði. Um leið og það fer að hlýna aðeins meira fer veiðin samhliða því að aukast í Hraunsfirði svo það má reikna með aukinni umferð veiðimanna þar næstu vikurnar og þá er líka eins gott að vera kominn tímanlega til að komast að á bestu stöðunum. Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Hraunsfjörður er eitt vinsælasta bleikjusvæði vesturlands og það er heldur ekkert skrítið því þarna er bleikjan bæði væn og og oft mikið af henni. Það er þó oft erfitt að fá hana til að taka þannig að dagsskammtur af þolinmæði þarf oftar en ekki að vera með í för þegar rennt er í vatnið. En eins og venjulega launar þolinmæðin oft vel og þeir sem hafa verið duglegir við vatnið oftar ekki ekki fengið einn af þessum gullnu dögum þegar allt gengur upp og eftir liggja fallegar bleikjur á bakkanum. Veiðikortið greindi frá veiðimanni sem gerði góðan dag í Hraunsfirði en hann heitir Guðmundur Aron Guðmundsson. Hann er búinn að kíkja í Hraunsfjörðinn í tvígang og stoppað í um 1-2 tíma í hvort skipti. Í bæði skiptin hefur hann fengið tvær fínar bleikjur og hefur hann helst verið að fá þær á flugu sem heitir Héraeyra. Allir þessir fiskar tóku eftir að hann hafði séð bleikjur vaka og þá kastaði hann á þann stað og bingó! Bleikjan er í það minnsta mætt á svæðið þannig að það verður spennandi að fylgjast með næstu daga og vikur enda er fyrrihluti sumars góður tími í Hraunsfirði. Um leið og það fer að hlýna aðeins meira fer veiðin samhliða því að aukast í Hraunsfirði svo það má reikna með aukinni umferð veiðimanna þar næstu vikurnar og þá er líka eins gott að vera kominn tímanlega til að komast að á bestu stöðunum.
Stangveiði Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði