„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 31. maí 2015 09:00 Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér. Föstudagsviðtalið Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér. Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi. „Ég hætti að drekka fyrir átta árum, en vissi lítið um meðferðarkerfið. Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel. Til dæmis, þegar ég kem inn á Vog þá er þarna indæll eldri maður með mér í meðferðinni, sem var þarna í áttugasta sinn. Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. „Meðferðin sem ég fór í gegnum er aðallega þessi grúppumeðferð. Það er lítil einstaklingsmeðferð og þetta felst aðallega í því að setja með ráðgjöfum og annað hvort að hlusta á fyrirlestra eða ræða við jafningja undir leiðsögn ráðgjafa. Þannig að þetta er eiginlega svona fræðsluprógramm, meira heldur en læknismeðferð. Þannig að jú, mér fannst – ég ákvað nú að klára meðferðina, en mér fannst þetta orðið heldur þunnt í lokin,” segir hún. Kristín segist hafa átt óskaplega góða æsku. „Ég var í stanslausu sólsskini austur á Fljótsdalshéraði, er alin upp á Egilsttöðum í stórri fjölskyldu. Ég á sex systkini og amma mín bjó líka inni á heimilinu. Ég átti mjög góða æsku, ég get ekki kvartað undan því. Svo flytjum við í bæinn þegar ég var unglingur og ég missti bara satt að segja dálítið fótanna á unglingsárum. Ég hætti í skóla og var að þvælast um allt, fór svo til Hondúras þar sem ég var skiptinemi. Ég átti fljótt í vanda með drykkju, en náði mér nú samt alveg á strik og eignaðist fjölskyldu og svona. Ég krafsaði mig í gegnum Hamrahlíð á kvöldin.” Kristínu fannst hún framan af hafa stjórn á áfengisneyslu sinni. „Mér fannst áfengi afskaplega skemmtilegt og fannst ekkert vandamál til að byrja með. En ég náttúrulega hafði aldrei neitt góða stjórn á drykkjunni hjá mér. Ég var samt komin yfir fertugt þegar ég hætti að drekka – og það voru svona mínir nánustu sem vissu að það var góð hugmynd að fara í meðferð. Mörgum fannst þetta bölvuð della að ég væri að hætta að drekka. Þeim fannst ég svo ægilega skemmtileg í partýum og svona. En mér var bara alveg farið að hætta finnast skemmtilegt sjálfri, sem er mjög góð ástæða til að hætta. Og við metum það bara sjálf, hvenær okkur finnst nóg að gert. Það var nú sagt við mig í meðferð að ég hefði komið snemma, mér fannst það ekkert sérstaklega, en þetta er bara eitthvað persónulegt mat hvað er snemma og hvað ekki. En ég hef ekki séð eftir því í eitt augnablik að hafa hætt að drekka. Áfengi er ávanabindandi efni og ég var nú ekki að drekka daglega, en þetta var orðið mjög óþægilega reglulegt. Svo hefur áfengi áhrif á taugakerfið og þegar maður er kominn yfir fertugt og búinn að drekka mikið of lengi þá fara þunglyndiseinkenni að láta á sér kræla og ýmislegt sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur. Lífið verður erfiðara. Ég var á þessum tímapunkti að hugsa um að byrja í lyfjunum eða hætta að drekka. Ég ákvað að hætta að drekka.”Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira