Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2015 10:43 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00