Heimagert ávaxtasælgæti sigga dögg skrifar 7. maí 2015 16:00 Vísir Ein leið til að nýta ávexti sem liggja undir skemmdum (eða jafnvel bara til að nýta á annan hátt en borða ferska) er að þurrka þá og breyta í hálgert leðurlíki, oft kallað ávaxtaleður. Þetta er svona mitt á milli gúmmís og döðlustangar. Þú getur notað næstum hvaða ávöxt sem hugurinn girnist: jarðaber, bananar, jarðaber og bananar, rifsber, mangó, vínber, epli, perur, plómur og ferskjur.Ávaxtaleður875 gr af ávöxtum (flysjaður og kjarnhreinsaðir, ef notar frosna ávexti er best að bíða eftir að hafi algerlega afþiðnað)2 msk hunang (gætir notað sambærilegt magn af döðlum sem eru orðnar að mauki)Nokkrir dropa af sítrónusafaAðferð: Hitaðu ofninn í 65-100 gráður Hitaðu við lágan hita á pönnu ávextina og hunangið þar til safi ávaxtanna er farin að leka og hægt er að hræra saman, um 10-15 mínútur. Gott getur verið að bæta vatni útí pönnuna hjá ávöxtum sem eru ekki mjög safaríkir svo þetta verði að góðu mauki. Settu sítrónusafa yfir en smakkaðu til hvort þurfi meiri sætu. Einnig má krydda með t.d. kanil eða vanilludufti ef vilt hafa slíkt með og þá er gott að leyfa að bubbla lengur á pönnunni, kannski 5-10 mínútur í viðbót.Vísir/SkjáskotBlandan er sett í blandarann Blöndunni er hellt á plötu sem er vel þakin plastfilmu (eða fjölnota bökunarmottu ef átt slíkt) Passaðu að blandan sé ekki of þykk en heldur ekki of þunn því þá breytist þetta í ávaxtasnakk Leyfðu þessu að bakast/þorna yfir nótt í ofninum (8-12 klst) Blandan er tilbúin þegar þetta er þurrt viðkomu og hefur slétt yfirborð Þá er bara að rúlla þessu af plötunni (eins og pönnuköku), skera í minni sneiðar og geyma í plasti í handhægum skömmtum sem hægt er að grípa með sér Þetta getur geymst allt að ár í frysti en um mánuð í loftæmdum umbúðum og þá er best að geyma í kæli. Heilsa Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið
Ein leið til að nýta ávexti sem liggja undir skemmdum (eða jafnvel bara til að nýta á annan hátt en borða ferska) er að þurrka þá og breyta í hálgert leðurlíki, oft kallað ávaxtaleður. Þetta er svona mitt á milli gúmmís og döðlustangar. Þú getur notað næstum hvaða ávöxt sem hugurinn girnist: jarðaber, bananar, jarðaber og bananar, rifsber, mangó, vínber, epli, perur, plómur og ferskjur.Ávaxtaleður875 gr af ávöxtum (flysjaður og kjarnhreinsaðir, ef notar frosna ávexti er best að bíða eftir að hafi algerlega afþiðnað)2 msk hunang (gætir notað sambærilegt magn af döðlum sem eru orðnar að mauki)Nokkrir dropa af sítrónusafaAðferð: Hitaðu ofninn í 65-100 gráður Hitaðu við lágan hita á pönnu ávextina og hunangið þar til safi ávaxtanna er farin að leka og hægt er að hræra saman, um 10-15 mínútur. Gott getur verið að bæta vatni útí pönnuna hjá ávöxtum sem eru ekki mjög safaríkir svo þetta verði að góðu mauki. Settu sítrónusafa yfir en smakkaðu til hvort þurfi meiri sætu. Einnig má krydda með t.d. kanil eða vanilludufti ef vilt hafa slíkt með og þá er gott að leyfa að bubbla lengur á pönnunni, kannski 5-10 mínútur í viðbót.Vísir/SkjáskotBlandan er sett í blandarann Blöndunni er hellt á plötu sem er vel þakin plastfilmu (eða fjölnota bökunarmottu ef átt slíkt) Passaðu að blandan sé ekki of þykk en heldur ekki of þunn því þá breytist þetta í ávaxtasnakk Leyfðu þessu að bakast/þorna yfir nótt í ofninum (8-12 klst) Blandan er tilbúin þegar þetta er þurrt viðkomu og hefur slétt yfirborð Þá er bara að rúlla þessu af plötunni (eins og pönnuköku), skera í minni sneiðar og geyma í plasti í handhægum skömmtum sem hægt er að grípa með sér Þetta getur geymst allt að ár í frysti en um mánuð í loftæmdum umbúðum og þá er best að geyma í kæli.
Heilsa Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið