Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2015 14:19 Á norður og austurlandi er ennþá ís á sumum vötnum. Myndin er ekki frá Íslensku veiðivatni. Veðurspá næstu vikuna ber þess engin merki um að einhver hlýindi séu á leiðinni sem kemur vötnunum á norðurlandi í gang. Mörg af vötnunum eru ennþá ísilögð en einhverjar vakir eru þó komin á einhver þeirra en í fæstum tilfellum nóg til að kasta á fisk. Þetta er engin sérstök nýlunda en hvimleitt fyrir veiðimenn engu að síður sem bíða spenntir eftir því að komast í vötnin sín. Þau vötn sem eru orðin að mestu íslaus verða erfið að veiða því það frýs bara í lykkjum sem er með því hvimleiðasta sem fluguveiðimenn lenda í. Það eina sem veiðimenn geta gert er að bíða og vonast eftir að sumarið fari að láta sjá sig með hækkandi hitatölum sem bræða ís og snjóalög. Vötnin hitna og fara í gang öllum veiðiunnendum til mikillar ánægju. Það er þá bara að hafa úlpuna með í veiðina, alla vega eina viku í viðbót. Stangveiði Mest lesið Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Veiðin að glæðast í Varmá Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði
Veðurspá næstu vikuna ber þess engin merki um að einhver hlýindi séu á leiðinni sem kemur vötnunum á norðurlandi í gang. Mörg af vötnunum eru ennþá ísilögð en einhverjar vakir eru þó komin á einhver þeirra en í fæstum tilfellum nóg til að kasta á fisk. Þetta er engin sérstök nýlunda en hvimleitt fyrir veiðimenn engu að síður sem bíða spenntir eftir því að komast í vötnin sín. Þau vötn sem eru orðin að mestu íslaus verða erfið að veiða því það frýs bara í lykkjum sem er með því hvimleiðasta sem fluguveiðimenn lenda í. Það eina sem veiðimenn geta gert er að bíða og vonast eftir að sumarið fari að láta sjá sig með hækkandi hitatölum sem bræða ís og snjóalög. Vötnin hitna og fara í gang öllum veiðiunnendum til mikillar ánægju. Það er þá bara að hafa úlpuna með í veiðina, alla vega eina viku í viðbót.
Stangveiði Mest lesið Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Veiðin að glæðast í Varmá Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði