Mayweather hefur keypt 100 bíla af sömu bílasölunni Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 09:55 Aðeins lítill hluti af bílasafni Floyd Mayweather fyrir utan villu hans í Las Vegas. Boxarinn Floyd Mayweather er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og getur leyft sér að kaupa þá bíla sem hugur hans girnist. Segja mætti þó að hann hafi farið nokkru offari í bílakaupum gegnum tíðina, en hann hefur til að mynda keypt 100 ólíka bíla hjá Towbin Motorcars í Las Vegas. Þar hefur hann keypt bíla sem teljast ekki af lakari endanum, meðal annars þrjá Bugatti Veyron og sextán Rolls Royce. Mayweather staðgreiðir alltaf sína bíla og kemur því gjarnan með stóra poka af peningum með sér í bílakaupin eftir að hafa tekið út stórar summur í bönkum Las Vegas borgar. Mayweather velur sér ekki alltaf hefðbundinn opnunartíma bílasölufyrirtækja og hefur oft látið starfsfólk Towbin bílasölunnar opna fyrir sig að kveldi eða nóttu. Bílasalan gerir að sjálfsögðu hvað sem er fyrir Mayweather, enda er hann kúnni sem fær flestu sínu framgengt. Floyd Mayweather hefur á sínum langa boxaraferli unnið sér inn yfir 500 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 69 milljarða króna. Fyrir síðasta bardaga sinn gegn Manny Pasquiao, sem fram fór um síðustu helgi fékk Mayweather yfir 100 milljónir dollara, það er 13,6 milljarða króna. Hann hefur því efni á bílaáráttu sinni, en víst er að bílskúr hans er af stærri gerðinni. Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent
Boxarinn Floyd Mayweather er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og getur leyft sér að kaupa þá bíla sem hugur hans girnist. Segja mætti þó að hann hafi farið nokkru offari í bílakaupum gegnum tíðina, en hann hefur til að mynda keypt 100 ólíka bíla hjá Towbin Motorcars í Las Vegas. Þar hefur hann keypt bíla sem teljast ekki af lakari endanum, meðal annars þrjá Bugatti Veyron og sextán Rolls Royce. Mayweather staðgreiðir alltaf sína bíla og kemur því gjarnan með stóra poka af peningum með sér í bílakaupin eftir að hafa tekið út stórar summur í bönkum Las Vegas borgar. Mayweather velur sér ekki alltaf hefðbundinn opnunartíma bílasölufyrirtækja og hefur oft látið starfsfólk Towbin bílasölunnar opna fyrir sig að kveldi eða nóttu. Bílasalan gerir að sjálfsögðu hvað sem er fyrir Mayweather, enda er hann kúnni sem fær flestu sínu framgengt. Floyd Mayweather hefur á sínum langa boxaraferli unnið sér inn yfir 500 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 69 milljarða króna. Fyrir síðasta bardaga sinn gegn Manny Pasquiao, sem fram fór um síðustu helgi fékk Mayweather yfir 100 milljónir dollara, það er 13,6 milljarða króna. Hann hefur því efni á bílaáráttu sinni, en víst er að bílskúr hans er af stærri gerðinni.
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent