Porsche GTE-línan tekin til kostanna Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 11:25 Öll Porsche GTE-línan á fullri ferð í brautinni. þar af 3 gerðir 911 GTE bíla. Fátt fær hjartað til að slá hraðar en fá að prófa 5 mismunandi gerðir af GTE útfærslum Porsche bíla og það á Spáni. Áfangastaðurinn Malaga á S-Spáni og aka átti frá Malaga í Andalísíu á einum þessara bíla að kappakstursbraut sem nefnd er Ascari og þar skildu þeir allir teknir til kostanna. Er hægt að biðja um meira? Líklega ekki. Þó sólin hefði ekki skinið sínu skærasta er við lögðum af stað á Porsche 911 GTE Targa með opnu þaki hefði það engu breytt því brosið á mér og ferðafélaga mínum hefði lýst upp daginn. Sólin sem skein og var nýkomin upp að morgni sakaði hún ekki þar sem blæjan var niðri. Nógu spennandi var að aka þessu 430 hestafla tryllitæki ríflega 100 kólómetra leið að brautinni, en það sem taka átti við hefði gert flesta bílaáhugamenn sturlaða af gleði, þ.e. brautaraksturinn.Hvað þýðir GTE? En hverskonar bílar eru GTE bílar Porsche? Í fyrsta lagi eru þeir 7 talsins, þ.e. Porsche 911 GTE í þremur útfærslum, Coupe, Targa og Cabriolet. Svo má fá Boxter GTE, Cayman GTE, Panamera GTE og Cayenne GTE. En hvað táknar þetta GTE? Fyrst þarf þá að kynna til sögunnar Porsche 911 GT3 bílinn, sem eru hreinræktaður brautarakstursbíll og hefðbundinn Porsche 911 Carrera. Porsche 911 GTE er bíll sem skotið er á milli þessara tveggja. Hann er semsagt bíll sem hæfur er til krefjandi brautaraksturs, en í leiðinni vegahæfur bíll og gott betur en það því hann reyndist hinn þægilegast í akstri á venjulegum vegum þrátt fyrir að vera sannkallað brautartröll í öllum gerðum. GTE bílarnir eru stífari á fjöðrun en hefbundnar gerðir þessara bíla, lægri á vegi og með 30 til 50 fleiri hestöfl. Auk þess jaðrar vélarhljóðið frá þeim við klám.Brautarakstur á öllum gerðum Þegar að brautarakstrinum kom fóru 2-4 bílar saman með sérhæfðan undanfara á 560 hestafla Porsche 911 Turbo S bíl. Í hverjum reynsluakstursbíl er labbrabb tæki til að hlusta á undanfarann kenna hvernig best er að aka brautina. Þar fór greinilega fagmaður og aksturinn batnaði við hverja ráðleggingu hans. Einnig var afar gott að hafa svo reyndan bílstjóra fyrir framan sig í brautinni til að lesa línuna sem hann tók og tryggja með því betri árangur. Farnir voru 4 hringir hverju sinni og einn kælingarhringur í lokin til að kæla bremsubúnaðinn og dekkin. Svo var bara haldið áfram í næsta og næsta bíl og aldrei hef ég á ævinni ekið eins mikið á einum degi í braut. Í hvert skipti sem ég steig út úr þessum mismunandi GTE-bílum bogaði af mér svitinn af æsingnum einum saman. Enda þurfti ég að drekka ógrynni af vatni á móti.Cayman kom mest á óvart Hver einasti þessara GTE-bíla Porsche var frábær. Það sem kom kannski mest á óvart var að Porsche Cayman GTE var skemmtilegastur í akstri þó svo að hann búi að talsvert minna afli en 911 GTE. Einnig var magnað að keyra Panamera GTE, svona stóran sleða og finna allt það geggjaða veggrip sem hann hafði og hve hratt var hægt að fara brautina á honum. Þá var forvitnilegt að prófa Cayenne jeppann í þessari útfærslu en erfiðast var að halda honum á brautinni, finna rétta línu fyrir hann og ná góðum tíma. En ári var hann samt öflugur. Porsche 911 GTE er 430 hestöfl, Boxter GTE 330 hestöfl, Cayman 340 hestöfl og Panamera GTE og Cayenne GTE báðir 440 hestöfl. Bestan tíma í hundraðið nær 911 GTE á 4,1 sekúndu. Næstbest gerir Panamera á 4,4, Cayman á 4,9, Boxter á 5,0 og Cayenne á 5,2 sekúndum. Þrátt fyrir betri tíma 911 en Cayman var eins og jafn hratt væri hægt að aka brautina á honum þar sem léttleiki og liðleiki bílsins til brautaraksturs er svo mikill. Þessi dagur og sú reynsla sem þarna náðist verður undirrituðum ógleymanleg, en í leiðinni notadrjúg. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent
Fátt fær hjartað til að slá hraðar en fá að prófa 5 mismunandi gerðir af GTE útfærslum Porsche bíla og það á Spáni. Áfangastaðurinn Malaga á S-Spáni og aka átti frá Malaga í Andalísíu á einum þessara bíla að kappakstursbraut sem nefnd er Ascari og þar skildu þeir allir teknir til kostanna. Er hægt að biðja um meira? Líklega ekki. Þó sólin hefði ekki skinið sínu skærasta er við lögðum af stað á Porsche 911 GTE Targa með opnu þaki hefði það engu breytt því brosið á mér og ferðafélaga mínum hefði lýst upp daginn. Sólin sem skein og var nýkomin upp að morgni sakaði hún ekki þar sem blæjan var niðri. Nógu spennandi var að aka þessu 430 hestafla tryllitæki ríflega 100 kólómetra leið að brautinni, en það sem taka átti við hefði gert flesta bílaáhugamenn sturlaða af gleði, þ.e. brautaraksturinn.Hvað þýðir GTE? En hverskonar bílar eru GTE bílar Porsche? Í fyrsta lagi eru þeir 7 talsins, þ.e. Porsche 911 GTE í þremur útfærslum, Coupe, Targa og Cabriolet. Svo má fá Boxter GTE, Cayman GTE, Panamera GTE og Cayenne GTE. En hvað táknar þetta GTE? Fyrst þarf þá að kynna til sögunnar Porsche 911 GT3 bílinn, sem eru hreinræktaður brautarakstursbíll og hefðbundinn Porsche 911 Carrera. Porsche 911 GTE er bíll sem skotið er á milli þessara tveggja. Hann er semsagt bíll sem hæfur er til krefjandi brautaraksturs, en í leiðinni vegahæfur bíll og gott betur en það því hann reyndist hinn þægilegast í akstri á venjulegum vegum þrátt fyrir að vera sannkallað brautartröll í öllum gerðum. GTE bílarnir eru stífari á fjöðrun en hefbundnar gerðir þessara bíla, lægri á vegi og með 30 til 50 fleiri hestöfl. Auk þess jaðrar vélarhljóðið frá þeim við klám.Brautarakstur á öllum gerðum Þegar að brautarakstrinum kom fóru 2-4 bílar saman með sérhæfðan undanfara á 560 hestafla Porsche 911 Turbo S bíl. Í hverjum reynsluakstursbíl er labbrabb tæki til að hlusta á undanfarann kenna hvernig best er að aka brautina. Þar fór greinilega fagmaður og aksturinn batnaði við hverja ráðleggingu hans. Einnig var afar gott að hafa svo reyndan bílstjóra fyrir framan sig í brautinni til að lesa línuna sem hann tók og tryggja með því betri árangur. Farnir voru 4 hringir hverju sinni og einn kælingarhringur í lokin til að kæla bremsubúnaðinn og dekkin. Svo var bara haldið áfram í næsta og næsta bíl og aldrei hef ég á ævinni ekið eins mikið á einum degi í braut. Í hvert skipti sem ég steig út úr þessum mismunandi GTE-bílum bogaði af mér svitinn af æsingnum einum saman. Enda þurfti ég að drekka ógrynni af vatni á móti.Cayman kom mest á óvart Hver einasti þessara GTE-bíla Porsche var frábær. Það sem kom kannski mest á óvart var að Porsche Cayman GTE var skemmtilegastur í akstri þó svo að hann búi að talsvert minna afli en 911 GTE. Einnig var magnað að keyra Panamera GTE, svona stóran sleða og finna allt það geggjaða veggrip sem hann hafði og hve hratt var hægt að fara brautina á honum. Þá var forvitnilegt að prófa Cayenne jeppann í þessari útfærslu en erfiðast var að halda honum á brautinni, finna rétta línu fyrir hann og ná góðum tíma. En ári var hann samt öflugur. Porsche 911 GTE er 430 hestöfl, Boxter GTE 330 hestöfl, Cayman 340 hestöfl og Panamera GTE og Cayenne GTE báðir 440 hestöfl. Bestan tíma í hundraðið nær 911 GTE á 4,1 sekúndu. Næstbest gerir Panamera á 4,4, Cayman á 4,9, Boxter á 5,0 og Cayenne á 5,2 sekúndum. Þrátt fyrir betri tíma 911 en Cayman var eins og jafn hratt væri hægt að aka brautina á honum þar sem léttleiki og liðleiki bílsins til brautaraksturs er svo mikill. Þessi dagur og sú reynsla sem þarna náðist verður undirrituðum ógleymanleg, en í leiðinni notadrjúg.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent