Rakel Eva hvetur fólk áfram: „Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúminu“ Elísabet Margeirsdóttir skrifar 7. maí 2015 08:45 Elísabet og Rakel EvaVísir/Egill Aðalsteinsson Mörgum finnst tilhugsunin um að vakna eldsnemma á dimmum og köldum morgnum til að fara út að hreyfa sig ekki mjög spennandi. Það á svo sannarlega ekki við Rakel Evu Sævarsdóttur og æfingahópinn Áform sem hún stofnaði síðasta sumar. Ég prófaði æfingu með hópnum í vikunni og skemmti mér konunglega, en hún var einföld, skemmtileg og fyrir fólk í öllu mögulegu formi. „Það eru allir velkomnir, æfingarnar henta öllum og eru fyrir alla. Sama í hvaða formi þú ert, hvort sem þú ert sófakartafla og vilt snúa við blaðinu eða íþróttamaður í toppformi. Allir eru mættir til að hreyfa sig, taka vel á því, ná árangri, ýta sér út fyrir þægindarammann og síðast en ekki síst að hitta vini síni og njóta þess að svitna saman,“ segir Rakel.Vísir/Rakel EvaÞað má segja að Áform eigi rætur sínar að rekja til Boston í Bandaríkjunum en þar bjó Rakel um tíma og kynntist November Project hreyfingunni í ágúst árið 2013. „í stuttu máli byrjuðu tveir félagar í nóvember árið 2011 að hvetja hvorn annan til að halda sér í formi yfir háveturinn sér að kostnaðarlausu. Eftir að þeir fóru að auglýsa æfingarnar sínar á samfélagsmiðlum hefur þetta vaxið gríðarlega og má finna hreyfinguna í 19 borgum um Bandaríkin og eru um samtals 3000 manns sem mæta reglulega á æfingar á vegum November Project.“Rakel náði ótrúlegum árangri og þakkar góðri hvatningu frá vinum og ókunnugu fólki á æfingum. „Þessi frábæra tilfinning eftir góða æfingu togaði mann á lappir á morgnana og að vita að brosandi fólk beið mín, meira að segja þegar frostið fór niður í 15-20 stig yfir veturinn.“Hvað segir Rakel við fólk sem kýs að sofa lengur en hefði gott af því að mæta?„Ef þú vilt koma þér í form eru engar afsakanir gildar. Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúmini, klætt sig í hlaupagallann, reimað á sig skóna og farið út. Af hverju að nýta ekki þessi lífsgæði ef þau eru fyrir hendi?“ Áform hittist alla miðvikudagsmorgna við aðalbyggingu Háskóla Íslands og á föstudagsmorgnum við Hallgrímskirkju. Æfingar byrja á slaginu hálf sjö og er tekið á því í 40 mínútur. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert.Áform á Facebook og Instagram Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir "Við þurfum fleira fólk út að hjóla" Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni lífgar upp á hjólamenningu landsins og gefur okkur ráð. Hlaupasumarið byrjaði með trompi á sumardaginn fyrsta með Víðavangshlaupi ÍR og Vormaraþoninu í Elliðaárdalnum. 1. maí 2015 13:30 Ókeypis hreyfing fyrir alla Tvo morgna í viku má sjá sístækkandi hóp fólks stunda fjölbreyttar æfingar víðsvegar um borginna. Forsprakki framtaksins hér á landi er Rakel Eva Sævarsdóttir. 4. október 2014 12:00 Góð hlaup fyrir byrjendur Elísabet Margeirsdóttir ræðir hlaupasumarið sitt. 6. maí 2015 14:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Elísabet og Rakel EvaVísir/Egill Aðalsteinsson Mörgum finnst tilhugsunin um að vakna eldsnemma á dimmum og köldum morgnum til að fara út að hreyfa sig ekki mjög spennandi. Það á svo sannarlega ekki við Rakel Evu Sævarsdóttur og æfingahópinn Áform sem hún stofnaði síðasta sumar. Ég prófaði æfingu með hópnum í vikunni og skemmti mér konunglega, en hún var einföld, skemmtileg og fyrir fólk í öllu mögulegu formi. „Það eru allir velkomnir, æfingarnar henta öllum og eru fyrir alla. Sama í hvaða formi þú ert, hvort sem þú ert sófakartafla og vilt snúa við blaðinu eða íþróttamaður í toppformi. Allir eru mættir til að hreyfa sig, taka vel á því, ná árangri, ýta sér út fyrir þægindarammann og síðast en ekki síst að hitta vini síni og njóta þess að svitna saman,“ segir Rakel.Vísir/Rakel EvaÞað má segja að Áform eigi rætur sínar að rekja til Boston í Bandaríkjunum en þar bjó Rakel um tíma og kynntist November Project hreyfingunni í ágúst árið 2013. „í stuttu máli byrjuðu tveir félagar í nóvember árið 2011 að hvetja hvorn annan til að halda sér í formi yfir háveturinn sér að kostnaðarlausu. Eftir að þeir fóru að auglýsa æfingarnar sínar á samfélagsmiðlum hefur þetta vaxið gríðarlega og má finna hreyfinguna í 19 borgum um Bandaríkin og eru um samtals 3000 manns sem mæta reglulega á æfingar á vegum November Project.“Rakel náði ótrúlegum árangri og þakkar góðri hvatningu frá vinum og ókunnugu fólki á æfingum. „Þessi frábæra tilfinning eftir góða æfingu togaði mann á lappir á morgnana og að vita að brosandi fólk beið mín, meira að segja þegar frostið fór niður í 15-20 stig yfir veturinn.“Hvað segir Rakel við fólk sem kýs að sofa lengur en hefði gott af því að mæta?„Ef þú vilt koma þér í form eru engar afsakanir gildar. Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúmini, klætt sig í hlaupagallann, reimað á sig skóna og farið út. Af hverju að nýta ekki þessi lífsgæði ef þau eru fyrir hendi?“ Áform hittist alla miðvikudagsmorgna við aðalbyggingu Háskóla Íslands og á föstudagsmorgnum við Hallgrímskirkju. Æfingar byrja á slaginu hálf sjö og er tekið á því í 40 mínútur. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert.Áform á Facebook og Instagram
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir "Við þurfum fleira fólk út að hjóla" Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni lífgar upp á hjólamenningu landsins og gefur okkur ráð. Hlaupasumarið byrjaði með trompi á sumardaginn fyrsta með Víðavangshlaupi ÍR og Vormaraþoninu í Elliðaárdalnum. 1. maí 2015 13:30 Ókeypis hreyfing fyrir alla Tvo morgna í viku má sjá sístækkandi hóp fólks stunda fjölbreyttar æfingar víðsvegar um borginna. Forsprakki framtaksins hér á landi er Rakel Eva Sævarsdóttir. 4. október 2014 12:00 Góð hlaup fyrir byrjendur Elísabet Margeirsdóttir ræðir hlaupasumarið sitt. 6. maí 2015 14:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
"Við þurfum fleira fólk út að hjóla" Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni lífgar upp á hjólamenningu landsins og gefur okkur ráð. Hlaupasumarið byrjaði með trompi á sumardaginn fyrsta með Víðavangshlaupi ÍR og Vormaraþoninu í Elliðaárdalnum. 1. maí 2015 13:30
Ókeypis hreyfing fyrir alla Tvo morgna í viku má sjá sístækkandi hóp fólks stunda fjölbreyttar æfingar víðsvegar um borginna. Forsprakki framtaksins hér á landi er Rakel Eva Sævarsdóttir. 4. október 2014 12:00