Tvær nýjar útfærslur BMW 3 Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 16:47 BMW 3 árgerð 2016. BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent
BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent