Toyota lokar 100 söluumboðum í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 10:49 Toyota Yaris. Ekki gengur alltof vel hjá Toyota að selja bíla sína í Þýskalandi um þessar mundir og fyrirtækið hefur sagt upp öllum samningum við 500 bílaumboð í landinu, en meiningin með því er að fækka þeim úr 500 í 400. Með þessu vill Toyota gera net bílaumboða í Þýskalandi hagkvæmari í reksti og að þau skili hagnaði. Með þessum aðgerðum á þjónusta og sala varahluta ekki að versna fyrir þýska kaupendur Toyota bíla. Toyota seldi 70.267 bíla í Þýskalandi í fyrra og var það 5,1% minna en árið 2013 og með því minnkaði markaðshlutdeild Toyota niður í 2,3% í Þýskalandi. Fyrir örfáum árum gaf Toyota upp það markmið sitt að ná 4% markaðshlutdeild í Þýskalandi, en það virðist ekki ætla að nást og því vill Toyota draga saman starfsemi sína í landinu til að auka hagnað þeirra umboða sem þar selja Toyota bíla. Frá því að Toyota tilkynnti um þetta háleita markmið sitt hafa bæði Huyndai og Seat farið upp fyrir Toyota í markaðshlutdeild í Þýskalandi og Hyundai hefur nú náð 3,3% hlutdeild og Seat 3,1%. Ennfremur eru bæði Nissan og Mazda að sækja verulega að Toyota í hlutdeild í landinu. Sala Toyota bíla í Þýskalandi lækkaði um 6,4% í nýliðnum apríl, en heildarsala bíla í apríl óx á sama tíma um 6,3%. Því er minnkunin hjá Toyota enn brattari. Sala Toyota á árinu í Þýskalandi hefur minnkað um 8,7% á meðan markaðurinn þar hefur vaxið um 6,4%. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent
Ekki gengur alltof vel hjá Toyota að selja bíla sína í Þýskalandi um þessar mundir og fyrirtækið hefur sagt upp öllum samningum við 500 bílaumboð í landinu, en meiningin með því er að fækka þeim úr 500 í 400. Með þessu vill Toyota gera net bílaumboða í Þýskalandi hagkvæmari í reksti og að þau skili hagnaði. Með þessum aðgerðum á þjónusta og sala varahluta ekki að versna fyrir þýska kaupendur Toyota bíla. Toyota seldi 70.267 bíla í Þýskalandi í fyrra og var það 5,1% minna en árið 2013 og með því minnkaði markaðshlutdeild Toyota niður í 2,3% í Þýskalandi. Fyrir örfáum árum gaf Toyota upp það markmið sitt að ná 4% markaðshlutdeild í Þýskalandi, en það virðist ekki ætla að nást og því vill Toyota draga saman starfsemi sína í landinu til að auka hagnað þeirra umboða sem þar selja Toyota bíla. Frá því að Toyota tilkynnti um þetta háleita markmið sitt hafa bæði Huyndai og Seat farið upp fyrir Toyota í markaðshlutdeild í Þýskalandi og Hyundai hefur nú náð 3,3% hlutdeild og Seat 3,1%. Ennfremur eru bæði Nissan og Mazda að sækja verulega að Toyota í hlutdeild í landinu. Sala Toyota bíla í Þýskalandi lækkaði um 6,4% í nýliðnum apríl, en heildarsala bíla í apríl óx á sama tíma um 6,3%. Því er minnkunin hjá Toyota enn brattari. Sala Toyota á árinu í Þýskalandi hefur minnkað um 8,7% á meðan markaðurinn þar hefur vaxið um 6,4%.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent