Elliðavatn opnar á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2015 13:10 Urriði frá opnunardegi Elliðavatns 2014 Mynd: Aðalbjörn Sigurðsson Mikil tilhlökkun er meðal veiðimanna sem eru unnendur Elliðavatns og gera sér ferð upp að vatni þegar það opnar á hverju vori. Sumir hafa gert þetta í mörg ár og markar dagurinn sem Elliðavatn opnar upphaf veiðitímabils hjá mörgum veiðimönnum. Það er spáð köldum degi á morgun og ekki er væntingarstuðulinn hár með veiðina fyrsta daginn þegar það er svona kalt en það breytir því ekki að undirritaður ætlar að vera kominn upp að vatni eldsnemma ásamt góðum félögum með þau tæki og tól sem gera daginn góðann og þar myndi eitthvað heitt á könnunni sem dæmi skora hátt. Auðvitað er veiðiskapið og löngunin til að setja í fisk á sínum stað og þá er eins gott að vera með allt klárt. Það sem er líklegast til árangurs á morgun, já og öllum köldum dögum almennt í veiðiskap við vötn, er að veiða djúpt og hægt. Undantekning frá þessu getur þó verið sú aðferð að nota litlar straumflugur á flotlínu með löngum taum og strippa nokkuð hratt inn en það má líka gera þetta á sökktaum og það getur verið alveg jafn líklegt til árangurs. Varðandi fluguval heilt yfir er bara um að gera að prófa nógu margar en líitlar flugur í svörtu og brúnu hafa oft gefið vel. Góða veiði og sjáumst við vatnið á morgun. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Mikil tilhlökkun er meðal veiðimanna sem eru unnendur Elliðavatns og gera sér ferð upp að vatni þegar það opnar á hverju vori. Sumir hafa gert þetta í mörg ár og markar dagurinn sem Elliðavatn opnar upphaf veiðitímabils hjá mörgum veiðimönnum. Það er spáð köldum degi á morgun og ekki er væntingarstuðulinn hár með veiðina fyrsta daginn þegar það er svona kalt en það breytir því ekki að undirritaður ætlar að vera kominn upp að vatni eldsnemma ásamt góðum félögum með þau tæki og tól sem gera daginn góðann og þar myndi eitthvað heitt á könnunni sem dæmi skora hátt. Auðvitað er veiðiskapið og löngunin til að setja í fisk á sínum stað og þá er eins gott að vera með allt klárt. Það sem er líklegast til árangurs á morgun, já og öllum köldum dögum almennt í veiðiskap við vötn, er að veiða djúpt og hægt. Undantekning frá þessu getur þó verið sú aðferð að nota litlar straumflugur á flotlínu með löngum taum og strippa nokkuð hratt inn en það má líka gera þetta á sökktaum og það getur verið alveg jafn líklegt til árangurs. Varðandi fluguval heilt yfir er bara um að gera að prófa nógu margar en líitlar flugur í svörtu og brúnu hafa oft gefið vel. Góða veiði og sjáumst við vatnið á morgun.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði