Mitsubishi skilar loks hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 16:23 Þrír tilraunabílar Mitsubishi sem fyrirtækið hefur sýnt að undanförnu á bílasýningum. Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent
Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent