Tesla milli stranda Bandaríkjanna á 59 tímum Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 11:10 Tesla Model S bíllinn á einni hraðhleðslustöðinni á leiðinni. Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent