„Stærsta og flottasta sýning okkar í vetur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 15:14 „Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira