Tæpar tvær milljónir barna þurfa á aðstoð að halda sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2015 18:06 Fjöldi fólks hefst nú við í neyðarskýlum. vísir/ap Tæpar tvær milljónir barna í Nepal þurfa á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda. Litla læknisaðstoð er þó að fá en rúmlega áttatíu prósent heilsugæslustöðva í héruðunum fimm sem verst eru leikin í landinu hafa skemmst verulega og fær fólk því víða læknisaðstoð úti undir berum himni. Þá er skortur á neysluhæfu vatni og óttast er að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en þar segir að mikil hætta sé á útbreiðslu sjúkdómsfaraldra. Því sé mikil þörf á bráðri læknisaðstoð. Starfsmenn samtakanna vinni nú dag og nótt við að útvega neyðarástandið og meta ástandið á skjálftasvæðinum. „Líf ótal barna hefur verið tætt í sundur og þau þurfa mjög á lífsnauðsynlegum stuðningi að halda, svo sem hreinu vatni, skjóli og aðgengi að salernum,“ segir Tomoo Hozumi, yfirmaður UNICEF í Nepal, í tilkynningunni. „Þegar skortur er á neysluhæfu vatni er mikil hætta á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum. Margar fjölskyldur eiga í fullu fangi með að verjast náttúruöflunum og við búumst við að þörfin fyrir aðstoð eigi bara eftir að aukast á næstu dögum þegar betri upplýsingar berast frá einangraðri svæðum og eyðingaráhrif skjálftans koma betur í ljós.“Hægt er að leggja samtökunum lið með því að senda smáskilaboðin UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans, eða leggja inn á söfnunarreikninginn: 701-26-102040 kt: 481203-2950. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Tæpar tvær milljónir barna í Nepal þurfa á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda. Litla læknisaðstoð er þó að fá en rúmlega áttatíu prósent heilsugæslustöðva í héruðunum fimm sem verst eru leikin í landinu hafa skemmst verulega og fær fólk því víða læknisaðstoð úti undir berum himni. Þá er skortur á neysluhæfu vatni og óttast er að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en þar segir að mikil hætta sé á útbreiðslu sjúkdómsfaraldra. Því sé mikil þörf á bráðri læknisaðstoð. Starfsmenn samtakanna vinni nú dag og nótt við að útvega neyðarástandið og meta ástandið á skjálftasvæðinum. „Líf ótal barna hefur verið tætt í sundur og þau þurfa mjög á lífsnauðsynlegum stuðningi að halda, svo sem hreinu vatni, skjóli og aðgengi að salernum,“ segir Tomoo Hozumi, yfirmaður UNICEF í Nepal, í tilkynningunni. „Þegar skortur er á neysluhæfu vatni er mikil hætta á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum. Margar fjölskyldur eiga í fullu fangi með að verjast náttúruöflunum og við búumst við að þörfin fyrir aðstoð eigi bara eftir að aukast á næstu dögum þegar betri upplýsingar berast frá einangraðri svæðum og eyðingaráhrif skjálftans koma betur í ljós.“Hægt er að leggja samtökunum lið með því að senda smáskilaboðin UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans, eða leggja inn á söfnunarreikninginn: 701-26-102040 kt: 481203-2950.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira