Viðskipti erlent

Windows 10 getur keyrt smáforrit fyrir Android og iOS

Samúel Karl Ólason skrifar
Smáforritum mun líklega fjölga fyrir notendur Microsoft.
Smáforritum mun líklega fjölga fyrir notendur Microsoft. Vísir/EPA
Forsvarsmenn Microsoft kynntu í dag áætlanir um að fjölga smáforritum í nýjasta stýrikerfi sínu, Windows 10. Hingað til hefur gengið illa að fá forritara til að þróa forrit fyrir önnur stýrikerfi Microsoft, en nú verður þeim gert mögulegt að aðlaga forrit sín að Windows 10 með einföldum breytingum. Þannig þurfa þeir ekki að kóða forritin upp á nýtt.

Microsoft hélt í dag ráðstefnu þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar. Þar voru þessar áætlanir kynntar.

The Verge telur líklegt að þetta muni fjölga smáforritum fyrir Microsoft tæki, en þetta gæti leitt til vandræða. Það verður erfitt fyriri framleiðendur að uppfæra forritin fyrir Windows.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×