Sjö mánaða birgðir af Volt Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 16:18 Chevrolet Volt. General Motors ætlar að hætta að framleiða núverandi kynslóð af Chevrolet Volt tvinnbílnum og aðalástæðan sú að tíma tekur að undirbúa framleiðslu næstu kynslóða bílsins, sem styttast fer í. Það er þó líka önnur ástæða fyrir því að framleiðslunni er nú hætt, því sjö mánaða birgðir eru til af bílnum ágæta. Helsta ástæða þessa ástands er líklega lækkandi olíuverð, en Bandaríkjamenn kaupa nú aðallega stærri gerðir bíla og skeyta engu um eyðslu þeirra, rétt eins og í gamla daga. Á meðan seljast illa eyðslugrannir smærri bílar, þar á meðal tvíorkubílar og rafmagnsbílar. 210 daga birgðir af Chevrolet Volt getur ekki talist heilbrigt ástand, en það þykir eðlilegt við 60 daga birgðir. Birgðir undir það þykir heldur ekki æskilegt þar sem komið gæti til skorts við slíkt ástand og tapaðrar sölu. Sala Chevrolet Volt hefur minnkað á hverju ári frá 2012 og minnkunin það sem af er þessu ári nemur 48%. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent
General Motors ætlar að hætta að framleiða núverandi kynslóð af Chevrolet Volt tvinnbílnum og aðalástæðan sú að tíma tekur að undirbúa framleiðslu næstu kynslóða bílsins, sem styttast fer í. Það er þó líka önnur ástæða fyrir því að framleiðslunni er nú hætt, því sjö mánaða birgðir eru til af bílnum ágæta. Helsta ástæða þessa ástands er líklega lækkandi olíuverð, en Bandaríkjamenn kaupa nú aðallega stærri gerðir bíla og skeyta engu um eyðslu þeirra, rétt eins og í gamla daga. Á meðan seljast illa eyðslugrannir smærri bílar, þar á meðal tvíorkubílar og rafmagnsbílar. 210 daga birgðir af Chevrolet Volt getur ekki talist heilbrigt ástand, en það þykir eðlilegt við 60 daga birgðir. Birgðir undir það þykir heldur ekki æskilegt þar sem komið gæti til skorts við slíkt ástand og tapaðrar sölu. Sala Chevrolet Volt hefur minnkað á hverju ári frá 2012 og minnkunin það sem af er þessu ári nemur 48%.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent