Endurheimtir Cro Cop sál sína í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. apríl 2015 12:45 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz MMA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz
MMA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Sjá meira