Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. apríl 2015 19:00 Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00
Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09