Sport

Frakkarnir spiluðu jólatónlist fyrir íslensku stelpurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir.
Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Landsliðsfólkið okkar í fimleikum er komið til Montpellier í Frakklandi þar sem framundan er Evrópumótið í áhaldafimleikum.

Landsliðskonurnar Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir voru hressar eftir æfingu í keppnissalnum í gær.

„Þetta gekk svona upp og niður. Við höfum tvo daga og þetta gengur betur á miðvikudaginn," sagði Norma Dögg Róbertsdóttir í viðtali á fésbókarsíðu Fimleikasambands Íslands.

Stelpurnar voru spurðar út í tónlistina sem var í gangi á meðan þær voru að æfa sig á gólfinu.  

„Tónlistin er frábær og það er skemmtilegt að hlusta á svona jólatóna," sagði Thelma Rut Hermannsdóttir í léttum tón. Thelma Rut varð Íslandsmeistari í fjölþraut í sjötta sinn á dögunum.

Andrea Ingibjörg Orradóttir og Dominiqua Alma Belányi eru einnig í kvennaliðinu á þessu móti og þær fengu einnig að æfa undir jólatónum.

Íslensku stelpurnar keppa síðan á morgun miðvikudag en strákarnir hefja keppni á fimmtudaginn.

Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við stelpurnar sem birtust á fésbókarsíðu Fimleikasambands Íslands.

Norma og Thelma búnar með Podium!!!

Posted by Fimleikasamband Íslands on 13. apríl 2015

Stelpurnar í stuði :)

Posted by Fimleikasamband Íslands on 13. apríl 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×