James May úr Top Gear í Top Chef Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 15:13 Þar sem upptökur á Top Gear bílaþáttunum liggja nú niðri eftir brottvikningu Jeremy Clarkson hefur einn þáttastjórnandanna, James May, snúið sér að matarþáttagerð. Þar fer hann á kostum meðal annars við gerð Shepherd´s Pie og Pasta alla Carbonara úr eggjum frá sveitabýli í eigu Richard Hammond, þriðja þáttastjórnanda Top Gear þáttanna. Eitthvað verður blessaður karlinn að dunda sér við meðan þáttagerð Top Gear liggur niðri og ef maður er liðtækur kokkur er líkt með hann eins og alla aðra að snúa sér að matarþáttagerð þessa dagana. Auðvitað er James May með bjór við hönd við matargerðina og það virðist ekki koma að sök við matargerðina. Gæði myndskeiða hans, sem sjá má á Youtube, er ekki alveg í sömu hæðum og menn eiga að venjast úr Top Gear þáttunum. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent
Þar sem upptökur á Top Gear bílaþáttunum liggja nú niðri eftir brottvikningu Jeremy Clarkson hefur einn þáttastjórnandanna, James May, snúið sér að matarþáttagerð. Þar fer hann á kostum meðal annars við gerð Shepherd´s Pie og Pasta alla Carbonara úr eggjum frá sveitabýli í eigu Richard Hammond, þriðja þáttastjórnanda Top Gear þáttanna. Eitthvað verður blessaður karlinn að dunda sér við meðan þáttagerð Top Gear liggur niðri og ef maður er liðtækur kokkur er líkt með hann eins og alla aðra að snúa sér að matarþáttagerð þessa dagana. Auðvitað er James May með bjór við hönd við matargerðina og það virðist ekki koma að sök við matargerðina. Gæði myndskeiða hans, sem sjá má á Youtube, er ekki alveg í sömu hæðum og menn eiga að venjast úr Top Gear þáttunum.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent