Flóttamenn þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl til að fá löglega málsmeðferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2015 16:26 "Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins.“ VÍSIR/STEFÁN Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015 Flóttamenn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Hópurinn Ekki fleiri brottvísanir segir að flóttamenn á Íslandi þurfi að reiða sig á handahófskennd tengsl sín við Íslendinga til að fá löglega málsmeðferð. Gagnrýnir hópurinn það harðlega og krefst þess að allir umsækjendur í slíkri stöðu fái hæli umsvifalaust þar til málsmeðferð þeirra hefur verið bætt.Hætt við brottvísun eftir ábendingar aðstandenda Í fréttatilkynningu frá hópnum er greint frá því að hælisleitandinn Felix Bassey hafi beðið þess í ár að máli hans verði áfrýjað til héraðsdóms, eftir að hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu. Hann hafi á mánudag fengið símtal frá lögreglunni þess efnis að honum yrði vísað úr landi í dag. Hætt hafi verið við brottvísunina rétt fyrir miðnætti eftir ábendingar aðstandenda hans um vankanta í málsmeðferð hans „Felix fékk synjun á hælisumsókn sinni frá innanríkisráðuneytinu fyrir réttu ári síðan og áfrýjaði þeirri ákvörðun til héraðsdóms. Þá áfrýjun virðist hvergi vera að finna í skrám ríkisins. Síðdegis í gær sagði lögmaður Felix að ekkert væri hægt að gera í málinu. Síðan þá hefur lögmaðurinn ekki látið ná í sig,“ segir í tilkynningunni.Fleiri í svipaðri stöðu Bassey er flóttamaður frá Nígeríu og hefur verið á flótta frá árinu 2008. Útlendingastofnun hafði í hyggju að vísa honum til Ítalíu en þar er aðstaða mjög slæm, að því er fram kemur í tilkynningunni. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er á meðal þeirra sem hafa verið Bassey innan handar. Hann tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær og segir þar sex til sjö aðra vera í sambærilegri stöðu og Bassey. Færslur Toma má sjá hér fyrir neðan.Góðar fréttir komnar núna, þó að tímabundnar. Engin brottvísun í kvöld eða á morgun. ÚTL samþykkti að skoða aftur ákvörð...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Dagurinn reyndist þungur. Var í heimsókn til vina minna (flóttamanna) í Reykjanesbæ. Annar flóttamaður í Reykjavík...Posted by Toshiki Toma on 14. apríl 2015 Í nótt tókst okkur að fá frestað brottvísun manns sem hélt, þar til lögreglan hringdi í hann í fyrradag, að hann biði á...Posted by Ekki fleiri brottvísanir on 15. apríl 2015
Flóttamenn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira