Sport

Sjáið stökkin sem skiluðu Normu Dögg 9. sætinu á EM | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norma Dögg Róbertsdóttir með Thelmu Rut Hermannsdóttur.
Norma Dögg Róbertsdóttir með Thelmu Rut Hermannsdóttur. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu náði besta árangri íslenskrar fimleikakonu á Evrópumótinu í áhaldafimleiknum í Montpellier í Frakklandi í gær.

Norma Dögg náði þá níuna sæti í stökki og er fyrsti varamaðurinn inn í úrslitin.

Norma Dögg fékk 13.966 stig fyrir fyrra stökkið sitt og 13.400 stig fyrir það síðara sem gera 13.683 stig að meðaltali.

Hin franska Camille Bahl var síðust inn í úrslitin með 14.166 stig að meðaltali.

Norma Dögg var efst af öllum Norðurlandabúum en fyrir ofan hana voru tveir Rússar og tveir Bretar, einn Svisslendingur, einn Hollendingur, einn Slóveni og einn Frakki.

Norma Dögg  hafði áður komist í sögubækurnar á EM í Moskvu fyrir tveimur árum þegar hún náði 11. sæti í stökki.

Hér fyrir neðan má sjá stökkin hjá Normu Dögg í keppninni í Montpellier í gær en það fyrra var afar glæsilegt.

Fyrra stökkið hjá Normu Dögg

Besti árangur íslenskrar fimleikakonu á Evrópumóti. 9. sæti á stökki og fyrsti varamaður inn! Til hamingju Norma Dögg, til hamingju Guðmundur og til hamingju Ísland!

Posted by Fimleikasamband Íslands on 15. apríl 2015
Seinna stökkið hjá Normu Dögg

Norma Dögg seinna stökkið!

Posted by Fimleikasamband Íslands on 15. apríl 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×