Uppskriftir úr Sælkeraheimsreisunni Rikka skrifar 16. apríl 2015 14:30 visir/valamatt Vala Matt fór nýlega af stað með nýja þáttaröð á Stöð 2, Sælkeraheimsreisuna. Þar heimsækir hún fólk hvaðanæfa að úr heiminum og eldar með þeim dýrindis máltíðir. Í síðasta þætti heimsótti hún fjölskyldu frá Nepal sem býr hér á landi.Lamba pottréttur4x lambalærisneiðar 3-5 matskeiðar olía1 laukur5 hvítlaukslauf Smá bútur af engiferi2 niðurskornir tómatar Kóríeanderlauf sem skraut1 teskeið fenugreek1 matskeið Kóriander duft1 matskeið Cumin2 teskeið túrmerik1 matskeið Garam masala Salt eftir smekkVið byrjum á að skera niður kjötið í smáa bita og svo marinerum við kjötið, með beininu, í kryddi, þ.e. í 1 teskeið túrmeriki, 1 matskeið kóríander, 1 matskeið cumin, 1 matskeið Garam masala og salt eftir smekk (en ég spara ekki saltið) 3-5 matskeiðar olía á heita pönnuna (millihiti á eldavél) Þegar pannan er orðin heit þá setjum við 1 teskeið af fenugreek á pönnuna og passa að það brenni ekki, á að vera passlega brúnt. Skera niður 1 lauk og setja á pönnuna og brúnum hann. Þá skerum við hvítlaukslaufin og engiferið mjög smátt og bætum við pönnuna. Svo blöndum við túrmerikinu saman við þessa blöndu. Nú getum við sett maríneraða kjötið á pönnuna og hrærum í með sleif. Þegar við höfum blandað kjötinu saman við þá setjum við niðurskornu tómatana út í og hrærum. Svo leyfum við þessu að malla með loki í 15 mínútur og hrærum öðru hvoru í. Á meðan getum við smakkað og bætt við kryddi ef við viljum, en aldrei túrmeriki aftur (ef þú vilt hafa það sterkt má bæta við chilli eftir smekk)Nepalskt kartöflusalat½ agúrka6-8 stórar kartöflur, soðnar1/2 laukur1 matskeið olía1 teskeið túrmerikSítrónusafi af einni sítrónuKóríanderlauf eftir smekkSalt eftir smekkByrjum á að setja sesamfræ á pönnu og ristum við háan hita þangað til þau verða ljósbrún. Svo tökum við sesamfræin og setjum í mortél (getur líka verið matvinnsluvél) og myljum þau. Soðnu kartöflurnar eru skrældar og skornar niður í bita. Svo skerum við gúrkuna og laukinn í smáa bita. Þá setjum við niðurskornu kartöflurnar, gúrkuna og laukinn í stóra skál og blöndum sesamfræunum í skálina. Því næst setjum við saltið og sítrónusafann út í og blöndum vel. Til að fá góðan lit á salatið þá setjum við 1 matskeið af olíu á pönnu og steikjum eina teskeið af túrmeriki við lágan. Svo bætum við þessu í skálina og hrærum vel. Til að skreyta þá setjum við kóríanderlauf ofan á salatið í lokin.Gundruk pottréttur3 matskeiðar olía1 laukur3 hvítlaukslauf Smá af engiferi½ bolli sojabaunir2 tómatarKóríanderlauf eftir smekk1 teskeið fenugreek1 teskeið túrmerik1 teskeið kóríander duft1 teskeið cumin duft1 teskeið karrí Salt eftir smekk½ líter hrísgrjónasoð (sem fékkst þegar hrísgrjónin voru soðin)Við setjum 3 matskeiðar af olíu á meðalheita pönnu. Þá setjum við 1 teskeið fenugreek á pönnuna. Þegar fenugreekið er orðið brúnt þá skerum við niður lauk og bætum á pönnuna. Við steikjum laukinn þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Þá setjum við eina teskeið af túrmeriki á pönnuna. Þá tökum við 3 hvítlaukslauf og smá af engiferi og setjum í mortél og myljum og blöndum saman. Þessu er svo bætt á pönnuna. Þá bætum við hálfum bolla af sojabaunum við og steikjum. Þegar sojabaunirnar eru steiktar, þ.e. orðnar brúnar, þá blöndum við gundruk-inu saman við. Svo skerum við tómatana niður smátt og bætum út í. Þessu hrærum við sama við og leyfum að malla í 5 mínútur á meðan við hrærum í og kremjum tómatinn. Nú blöndum við kryddinu saman við. Svo hellum við hrísgrjónasoðinu út í og hrærum vel. Þá setjum við lokið á pönnuna og bíðum eftir suðu og þá er það tilbúið. Í lokin getum við bætt við kóríanderlaufum til að skreyta. Kartöflusalat Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Vala Matt fór nýlega af stað með nýja þáttaröð á Stöð 2, Sælkeraheimsreisuna. Þar heimsækir hún fólk hvaðanæfa að úr heiminum og eldar með þeim dýrindis máltíðir. Í síðasta þætti heimsótti hún fjölskyldu frá Nepal sem býr hér á landi.Lamba pottréttur4x lambalærisneiðar 3-5 matskeiðar olía1 laukur5 hvítlaukslauf Smá bútur af engiferi2 niðurskornir tómatar Kóríeanderlauf sem skraut1 teskeið fenugreek1 matskeið Kóriander duft1 matskeið Cumin2 teskeið túrmerik1 matskeið Garam masala Salt eftir smekkVið byrjum á að skera niður kjötið í smáa bita og svo marinerum við kjötið, með beininu, í kryddi, þ.e. í 1 teskeið túrmeriki, 1 matskeið kóríander, 1 matskeið cumin, 1 matskeið Garam masala og salt eftir smekk (en ég spara ekki saltið) 3-5 matskeiðar olía á heita pönnuna (millihiti á eldavél) Þegar pannan er orðin heit þá setjum við 1 teskeið af fenugreek á pönnuna og passa að það brenni ekki, á að vera passlega brúnt. Skera niður 1 lauk og setja á pönnuna og brúnum hann. Þá skerum við hvítlaukslaufin og engiferið mjög smátt og bætum við pönnuna. Svo blöndum við túrmerikinu saman við þessa blöndu. Nú getum við sett maríneraða kjötið á pönnuna og hrærum í með sleif. Þegar við höfum blandað kjötinu saman við þá setjum við niðurskornu tómatana út í og hrærum. Svo leyfum við þessu að malla með loki í 15 mínútur og hrærum öðru hvoru í. Á meðan getum við smakkað og bætt við kryddi ef við viljum, en aldrei túrmeriki aftur (ef þú vilt hafa það sterkt má bæta við chilli eftir smekk)Nepalskt kartöflusalat½ agúrka6-8 stórar kartöflur, soðnar1/2 laukur1 matskeið olía1 teskeið túrmerikSítrónusafi af einni sítrónuKóríanderlauf eftir smekkSalt eftir smekkByrjum á að setja sesamfræ á pönnu og ristum við háan hita þangað til þau verða ljósbrún. Svo tökum við sesamfræin og setjum í mortél (getur líka verið matvinnsluvél) og myljum þau. Soðnu kartöflurnar eru skrældar og skornar niður í bita. Svo skerum við gúrkuna og laukinn í smáa bita. Þá setjum við niðurskornu kartöflurnar, gúrkuna og laukinn í stóra skál og blöndum sesamfræunum í skálina. Því næst setjum við saltið og sítrónusafann út í og blöndum vel. Til að fá góðan lit á salatið þá setjum við 1 matskeið af olíu á pönnu og steikjum eina teskeið af túrmeriki við lágan. Svo bætum við þessu í skálina og hrærum vel. Til að skreyta þá setjum við kóríanderlauf ofan á salatið í lokin.Gundruk pottréttur3 matskeiðar olía1 laukur3 hvítlaukslauf Smá af engiferi½ bolli sojabaunir2 tómatarKóríanderlauf eftir smekk1 teskeið fenugreek1 teskeið túrmerik1 teskeið kóríander duft1 teskeið cumin duft1 teskeið karrí Salt eftir smekk½ líter hrísgrjónasoð (sem fékkst þegar hrísgrjónin voru soðin)Við setjum 3 matskeiðar af olíu á meðalheita pönnu. Þá setjum við 1 teskeið fenugreek á pönnuna. Þegar fenugreekið er orðið brúnt þá skerum við niður lauk og bætum á pönnuna. Við steikjum laukinn þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Þá setjum við eina teskeið af túrmeriki á pönnuna. Þá tökum við 3 hvítlaukslauf og smá af engiferi og setjum í mortél og myljum og blöndum saman. Þessu er svo bætt á pönnuna. Þá bætum við hálfum bolla af sojabaunum við og steikjum. Þegar sojabaunirnar eru steiktar, þ.e. orðnar brúnar, þá blöndum við gundruk-inu saman við. Svo skerum við tómatana niður smátt og bætum út í. Þessu hrærum við sama við og leyfum að malla í 5 mínútur á meðan við hrærum í og kremjum tómatinn. Nú blöndum við kryddinu saman við. Svo hellum við hrísgrjónasoðinu út í og hrærum vel. Þá setjum við lokið á pönnuna og bíðum eftir suðu og þá er það tilbúið. Í lokin getum við bætt við kóríanderlaufum til að skreyta.
Kartöflusalat Lambakjöt Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið