Spennandi viðureign á milli Luke Rockhold og Lyoto Machida í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. apríl 2015 10:00 Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Sjá meira
Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30