Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2015 12:25 Björn Jón Bragason er framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Vísir/Valli Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hefur lagt til að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð frá 1. maí til 1. október. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í alvöru miðbæ sé ys og þys og þar sem ægir saman alls konar umferð. „Samtökin hafa áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga og hafa kært fyrri ákvörðun borgarinnar um lokun til innanríkisráðuneytis. Ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn og fráleitt að ræða um lokun áður en ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu.“Samtökin segja Laugaveginn vera einu skilgreindu verslunargötu borgarinnar og til mikils að vinna að verslun þar fáist þrifist. „Það gerist ekki nema í góðu samráði við hagsmunaaðila og brýnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar láti af skæruhernaði gegn atvinnulífi í borginni. Ekki hefur örlað á vilja formanns umhverfis- og skipulagsráðs til samráðs við rekstraraðila og eigendur atvinnuhúsnæðis við götuna. Hafi borgaryfirvöld áhuga á lokun er rétt að greitt verði um það atkvæði meðal rekstraraðila og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Of miklir atvinnuhagsmunir og eignarréttindi eru í húfi til að ákvörðun af þessu tagi sé tekin einhliða af borgaryfirvöldum. Göngugata getur verið skemmtileg tilbreytni á sólríkum dögum, en í rigningu og sudda er engum til gagns að loka fyrir umferð. Möguleg lokun götunnar verður að vera á forsendum verslunarinnar sjálfrar. Þar mætti til dæmis hugsa sér svokallaða góðviðrislokun,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hefur lagt til að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð frá 1. maí til 1. október. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í alvöru miðbæ sé ys og þys og þar sem ægir saman alls konar umferð. „Samtökin hafa áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga og hafa kært fyrri ákvörðun borgarinnar um lokun til innanríkisráðuneytis. Ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn og fráleitt að ræða um lokun áður en ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu.“Samtökin segja Laugaveginn vera einu skilgreindu verslunargötu borgarinnar og til mikils að vinna að verslun þar fáist þrifist. „Það gerist ekki nema í góðu samráði við hagsmunaaðila og brýnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar láti af skæruhernaði gegn atvinnulífi í borginni. Ekki hefur örlað á vilja formanns umhverfis- og skipulagsráðs til samráðs við rekstraraðila og eigendur atvinnuhúsnæðis við götuna. Hafi borgaryfirvöld áhuga á lokun er rétt að greitt verði um það atkvæði meðal rekstraraðila og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Of miklir atvinnuhagsmunir og eignarréttindi eru í húfi til að ákvörðun af þessu tagi sé tekin einhliða af borgaryfirvöldum. Göngugata getur verið skemmtileg tilbreytni á sólríkum dögum, en í rigningu og sudda er engum til gagns að loka fyrir umferð. Möguleg lokun götunnar verður að vera á forsendum verslunarinnar sjálfrar. Þar mætti til dæmis hugsa sér svokallaða góðviðrislokun,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13