Gríðarlegur fjöldi erlendra vígamanna berst með hryðjuverkahópum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. apríl 2015 22:20 Frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Vísir/AFP Meira en 25.000 útlendingar frá yfir 100 löndum hafa ferðast til annarra landa til þess að berjast með hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda og Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu.Ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til SýrlandsÍ skýrslunni er fjallað um nokkra af þessum vígamönnum, meðal annars Michael Wolfe sem er 23 ára gamall Texasbúi. Hann ætlaði að fljúga til Íslands og þaðan til Tyrklands. Frá Tyrklandi ætlaði hann svo til Sýrlands til þess að taka þátt í stríðinu með Íslamska ríkinu. Wolfe leitaði ráða varðandi ferðalög sín hjá leynilögreglumanni FBI, án þess auðvitað að vita að viðkomandi starfaði þar. Hann var því handtekinn áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Íslands.Samfélagsmiðlar mikilvægir fyrir hryðjuverkahópaMikill fjöldi þeirra sem fara til Sýrlands og Íraks koma frá Túnis, Marokkó, Frakklandi og Rússlandi. Þá hefur einnig aukist að menn komi frá Maldíveyjum, Finnland og Trínidad og Tóbagó. Þá er augljóst af skýrslu Sameinuðu þjóðanna hversu stóru hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því að tengja hryðjuverkahópana við fólk alls staðar úr heiminum. Kalla skýrsluhöfundar eftir meiri samvinnu á milli þjóða við það að reyna að komast að því hverjir það eru sem fara til þess að berjast með hryðjuverkahópum. Trínidad og Tóbagó Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Meira en 25.000 útlendingar frá yfir 100 löndum hafa ferðast til annarra landa til þess að berjast með hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda og Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu.Ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til SýrlandsÍ skýrslunni er fjallað um nokkra af þessum vígamönnum, meðal annars Michael Wolfe sem er 23 ára gamall Texasbúi. Hann ætlaði að fljúga til Íslands og þaðan til Tyrklands. Frá Tyrklandi ætlaði hann svo til Sýrlands til þess að taka þátt í stríðinu með Íslamska ríkinu. Wolfe leitaði ráða varðandi ferðalög sín hjá leynilögreglumanni FBI, án þess auðvitað að vita að viðkomandi starfaði þar. Hann var því handtekinn áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Íslands.Samfélagsmiðlar mikilvægir fyrir hryðjuverkahópaMikill fjöldi þeirra sem fara til Sýrlands og Íraks koma frá Túnis, Marokkó, Frakklandi og Rússlandi. Þá hefur einnig aukist að menn komi frá Maldíveyjum, Finnland og Trínidad og Tóbagó. Þá er augljóst af skýrslu Sameinuðu þjóðanna hversu stóru hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því að tengja hryðjuverkahópana við fólk alls staðar úr heiminum. Kalla skýrsluhöfundar eftir meiri samvinnu á milli þjóða við það að reyna að komast að því hverjir það eru sem fara til þess að berjast með hryðjuverkahópum.
Trínidad og Tóbagó Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira