Tiger Woods virðist vel stemmdur fyrir Masters 6. apríl 2015 23:57 Woods einbeittur á æfingasvæðinu í dag Getty Geoff Shackelford er virtur blaðamaður sem starfar fyrir hið vinsæla tímarit Golf Digest, en hann hefur verið að fylgjast með undirbúningi Tiger Woods fyrir Masters mótið á Augusta National vellinum í dag. Hann skrifaði á bloggið sitt um hvernig dagurinn í dag hefði verið hjá Woods sem eins og flestir golfáhugamenn vita hefur átt í miklum erfileikum á undanförnu ári. Woods hefur ekki spilað keppnisgolf síðan snemma í febrúar en þá hætti hann leik á Phoenix Open eftir hræðilega frammistöðu, sérstaklega í kring um flatirnar. Shackelford skrifar að Woods hafi mætt á æfingasvæðið á Augusta National í dag með heyrnatól í eyrunum, vitandi það að Golf Channel myndi vera með beina útsendingu frá æfingasvæðinu. Hann æfði vippin hjá sér í rúmlega klukkutíma fyrir framan myndavélarnar og virtist greinilega hafa náð betri stjórn á þeim en stærsta vandamál Woods áður en hann tók sér frí frá golfi voru hræðileg vipp sem kostuðu hann oft á tíðum illa. Í kjölfarið eltu blaðamenn Woods út á völl og samkvæmt nokkrum þeirra á samskiptasíðunni Twitter virtist Woods vera í frábæru formi á þeim 12 æfingaholum sem hann lék áður en myrkur skall á. Woods gaf færi á sér í viðtal við blaðamann Golf Channel eftir æfingahringinn og sagðist vera tilbúinn í slaginn fyrir Masters.„Ég hef verið að taka framförum að undanförnum vikum sem hafa gefið mér nógu mikil sjálfstraust til þess að mér finnist ég geta sigrað á golfmótum aftur. Það er gott að vera kominn á þann stað á ný.“ Shackelord endaði bloggfærsluna sína á þeirri staðreynd að Woods reynir yfirleitt að forðast kastljós fjölmiðla í aðdraganda stórmóta en hann stillti sér samt sem áður fyrir framan myndavélar Golf Channel í klukkutíma og sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Það gætu verið skilaboð þessa goðsagnakennda kylfings til keppinauta sinna að hann er mætur á Augusta National til þess að berjast um sigurinn en Masters mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Geoff Shackelford er virtur blaðamaður sem starfar fyrir hið vinsæla tímarit Golf Digest, en hann hefur verið að fylgjast með undirbúningi Tiger Woods fyrir Masters mótið á Augusta National vellinum í dag. Hann skrifaði á bloggið sitt um hvernig dagurinn í dag hefði verið hjá Woods sem eins og flestir golfáhugamenn vita hefur átt í miklum erfileikum á undanförnu ári. Woods hefur ekki spilað keppnisgolf síðan snemma í febrúar en þá hætti hann leik á Phoenix Open eftir hræðilega frammistöðu, sérstaklega í kring um flatirnar. Shackelford skrifar að Woods hafi mætt á æfingasvæðið á Augusta National í dag með heyrnatól í eyrunum, vitandi það að Golf Channel myndi vera með beina útsendingu frá æfingasvæðinu. Hann æfði vippin hjá sér í rúmlega klukkutíma fyrir framan myndavélarnar og virtist greinilega hafa náð betri stjórn á þeim en stærsta vandamál Woods áður en hann tók sér frí frá golfi voru hræðileg vipp sem kostuðu hann oft á tíðum illa. Í kjölfarið eltu blaðamenn Woods út á völl og samkvæmt nokkrum þeirra á samskiptasíðunni Twitter virtist Woods vera í frábæru formi á þeim 12 æfingaholum sem hann lék áður en myrkur skall á. Woods gaf færi á sér í viðtal við blaðamann Golf Channel eftir æfingahringinn og sagðist vera tilbúinn í slaginn fyrir Masters.„Ég hef verið að taka framförum að undanförnum vikum sem hafa gefið mér nógu mikil sjálfstraust til þess að mér finnist ég geta sigrað á golfmótum aftur. Það er gott að vera kominn á þann stað á ný.“ Shackelord endaði bloggfærsluna sína á þeirri staðreynd að Woods reynir yfirleitt að forðast kastljós fjölmiðla í aðdraganda stórmóta en hann stillti sér samt sem áður fyrir framan myndavélar Golf Channel í klukkutíma og sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Það gætu verið skilaboð þessa goðsagnakennda kylfings til keppinauta sinna að hann er mætur á Augusta National til þess að berjast um sigurinn en Masters mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira