Rafbíll í fyrsta sinn mest selda einstaka gerðin hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 10:58 Nissan Leaf. Sala bifreiða hjá BL ehf. gekk vel í nýliðnum marsmánuði og er hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) 25,1%. Alls voru afhentir 217 bílar í mars, 34 bílum fleiri en í febrúar. Söluhæsta einstaka merkið var Nissan, með alls 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf, og var þetta í fyrsta sinn sem rafbíll var mest selda einstaka bílgerðin hjá BL. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir bílasöluna aukast samfara hækkandi sól og það eigi einnig við um áhuga á rafbílnum Leaf frá Nissan. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður
Sala bifreiða hjá BL ehf. gekk vel í nýliðnum marsmánuði og er hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) 25,1%. Alls voru afhentir 217 bílar í mars, 34 bílum fleiri en í febrúar. Söluhæsta einstaka merkið var Nissan, með alls 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf, og var þetta í fyrsta sinn sem rafbíll var mest selda einstaka bílgerðin hjá BL. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir bílasöluna aukast samfara hækkandi sól og það eigi einnig við um áhuga á rafbílnum Leaf frá Nissan. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður