Ný gerð Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 14:44 Tesla Model S 70D Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent