Guðni Kolbeinsson hlaut Sögustein Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2015 17:53 Guðni Kolbeinsson þýðandi ásamt Gunnari Helgasyni, en ný smásaga eftir Gunnar var frumflutt í öllum grunnskólum landsins í morgun í tilefni af degi barnabókarinnar. Mynd/IBBY Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rithöfundur, hlaut í dag Sögustein, bókmenntaverðlaun IBBY á Íslandi. Verðlaunin eru 500.000 krónur, auk verðlaunagrips til eignar, en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Í tilkynningu frá IBBY segir að það hafi verið einróma álit valnefndar að Guðni skyldi hljóta verðlaunin í ár. Dómnefndina skipa Brynja Baldursdóttur, íslenskufræðingur og kennari, Dagný Kristjánsdóttir, prófessor og Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður. „Guðni er íslenskufræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari, málfarsráðunautur, þáttagerðarmaður, þýðandi sjónvarpsefnis, fræðimaður og rithöfundur og einhver afkastamesti og besti þýðandi barna- og unglingabóka hér á landi. Verk hans má finna á næstum hverju einasta heimili, en hann hefur kynnt nokkrar ástsælustu persónur barnabókmenntanna fyrir íslenskum ungmennum. Má þar nefna Skúla skelfi, Artemis Fowl, Herramennina og Eragon, en í raun er það ógerningur að varpa ljósi á höfundarverk Guðna í stuttu máli, svo umfangsmikið er það. Í greinargerð valnefndar segir meðal annars:Í meira en fjóra áratugi hefur Guðni Kolbeinsson unnið að þýðingum á erlendum barna- og unglingabókum sem auðgað hafa og víkkað bókmenntaheim íslenskra ungmenna. Hann hefur lagt sig fram við að þýða bækur sem eru vel skrifaðar, eiga erindi við íslensk börn og hafa leitt þau inn í gleði og sorgir barna í öðrum löndum eða nýja ævintýraheima þar sem drekar og aðrar furðuverur birtast lesendum, þeim til mikillar ánægju. … Guðni Kolbeinsson er vel að þessum verðlaunum kominn. Þakka ber enn fyrir þá alúð sem hann hefur sýnt störfum sínum og framlagi hans til bókmenntalesturs íslenskra barna og ungmenna.“Sögusteinn var fyrst afhentur á degi barnabókarinnar árið 2007. Áður hafa Sigrún Eldjárn, Kristín Steinsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Þórarinn Eldjárn fengið Sögustein IBBY. IBBY eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru 1953 og starfa nú í sjötíu og fimm löndum. Markmið samtakanna er að vinna í anda stofnandans, Jellu Lepman, sem áleit að góðar barnabækur gætu byggt brú á milli þjóða heims og miðlað fróðleik og skilningi milli ólíkra menningarsamfélaga. IBBY á Íslandi hefur starfað frá árinu 1985. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rithöfundur, hlaut í dag Sögustein, bókmenntaverðlaun IBBY á Íslandi. Verðlaunin eru 500.000 krónur, auk verðlaunagrips til eignar, en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Í tilkynningu frá IBBY segir að það hafi verið einróma álit valnefndar að Guðni skyldi hljóta verðlaunin í ár. Dómnefndina skipa Brynja Baldursdóttur, íslenskufræðingur og kennari, Dagný Kristjánsdóttir, prófessor og Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður. „Guðni er íslenskufræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari, málfarsráðunautur, þáttagerðarmaður, þýðandi sjónvarpsefnis, fræðimaður og rithöfundur og einhver afkastamesti og besti þýðandi barna- og unglingabóka hér á landi. Verk hans má finna á næstum hverju einasta heimili, en hann hefur kynnt nokkrar ástsælustu persónur barnabókmenntanna fyrir íslenskum ungmennum. Má þar nefna Skúla skelfi, Artemis Fowl, Herramennina og Eragon, en í raun er það ógerningur að varpa ljósi á höfundarverk Guðna í stuttu máli, svo umfangsmikið er það. Í greinargerð valnefndar segir meðal annars:Í meira en fjóra áratugi hefur Guðni Kolbeinsson unnið að þýðingum á erlendum barna- og unglingabókum sem auðgað hafa og víkkað bókmenntaheim íslenskra ungmenna. Hann hefur lagt sig fram við að þýða bækur sem eru vel skrifaðar, eiga erindi við íslensk börn og hafa leitt þau inn í gleði og sorgir barna í öðrum löndum eða nýja ævintýraheima þar sem drekar og aðrar furðuverur birtast lesendum, þeim til mikillar ánægju. … Guðni Kolbeinsson er vel að þessum verðlaunum kominn. Þakka ber enn fyrir þá alúð sem hann hefur sýnt störfum sínum og framlagi hans til bókmenntalesturs íslenskra barna og ungmenna.“Sögusteinn var fyrst afhentur á degi barnabókarinnar árið 2007. Áður hafa Sigrún Eldjárn, Kristín Steinsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Þórarinn Eldjárn fengið Sögustein IBBY. IBBY eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru 1953 og starfa nú í sjötíu og fimm löndum. Markmið samtakanna er að vinna í anda stofnandans, Jellu Lepman, sem áleit að góðar barnabækur gætu byggt brú á milli þjóða heims og miðlað fróðleik og skilningi milli ólíkra menningarsamfélaga. IBBY á Íslandi hefur starfað frá árinu 1985.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira