Jordan Spieth fór á kostum á fyrsta hring á Augusta Kári Örn Hinriksson skrifar 9. apríl 2015 23:40 Jordan Spieth fagnar með kylfusveini sínum, Michael Greller. Getty Aðstæður á Augusta National vellinum voru frábærar í dag en skor kylfinga á fyrsta hring á Masters mótinu var með allra besta móti. Það lék þó enginn betur heldur en Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth sem fór hreinlega á kostum og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari. Spieth sýndi allra sínar bestu hliðar, sérstaklega á flötunum en hann fékk níu fugla á hringnum og aðeins einn skolla. Fjórir kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari en það eru þeir Ernie Els, Justin Rose, Charley Hoffman og Jason Day. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu undir pari. Hann átti í miklum erfileikum í kring um flatirnar en boltaslátturinn hjá þessum frábæra kylfingi bjargaði honum trekk í trekk. Augu margra voru þó á Tiger Woods sem lék sinn fyrsta hring í atvinnumannamóti síðan í byrjun febrúar en hann kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari og er jafn í 41. sæti. Woods hefði þó hæglega getað leikið á mun fleiri höggum ef stutta spilið hjá honum hefði ekki verið í góðu standi en hann bjargaði sér frábærlega á köflum úr erfiðum aðstæðum.„Hef verið að undirbúa mig undir þetta mót allt árið“ Jordan Spieth hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu en í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni hefur hann sigrað eitt og endaði í öðru sæti í hinum tveimur. Hann sagði að aðstæðurnar hefðu hjálpað sér í dag. „Flatirnar voru mjúkar í dag og það hjálpaði mér að stjórna boltanum á þeim. Að spila svona góðan hring á fyrsta degi Masters er alveg magnað og ég hlakka til helgarinnar.“ Spieth var í toppbaráttunni á Masters mótinu í fyrra en hann er óhræddur við að viðurkenna hversu mikilvægt mótið er fyrir hann. „Tímabilið hjá mér hefur snúist um að vera í mínu besta formi hérna á Augusta. Það má eiginlega að segja að ég hafi verið að undirbúa mig undir þetta allt árið.“ Þessi hæfileikaríki kylfingur má þó ekki fara fram úr sér en eins og alltaf á Masters eru margir heimsklassa kylfingar ofarlega á skortöflunni, meðal annars Dustin Johnson og Phil Mickelson á tveimur undir pari og Spánverjinn Sergio Garcia á fjórum undir. Tiger Woods verður meðal fyrstu manna til þess að hefja leik á morgun og búist er við góðum aðstæðum fram að hádegi á öðrum hring. Þá gæti gert mikið rigningaveður sem gæti haft áhrif á leik. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Aðstæður á Augusta National vellinum voru frábærar í dag en skor kylfinga á fyrsta hring á Masters mótinu var með allra besta móti. Það lék þó enginn betur heldur en Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth sem fór hreinlega á kostum og kom inn á 64 höggum eða átta undir pari. Spieth sýndi allra sínar bestu hliðar, sérstaklega á flötunum en hann fékk níu fugla á hringnum og aðeins einn skolla. Fjórir kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari en það eru þeir Ernie Els, Justin Rose, Charley Hoffman og Jason Day. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, lék fyrsta hring á 71 höggi eða einu undir pari. Hann átti í miklum erfileikum í kring um flatirnar en boltaslátturinn hjá þessum frábæra kylfingi bjargaði honum trekk í trekk. Augu margra voru þó á Tiger Woods sem lék sinn fyrsta hring í atvinnumannamóti síðan í byrjun febrúar en hann kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari og er jafn í 41. sæti. Woods hefði þó hæglega getað leikið á mun fleiri höggum ef stutta spilið hjá honum hefði ekki verið í góðu standi en hann bjargaði sér frábærlega á köflum úr erfiðum aðstæðum.„Hef verið að undirbúa mig undir þetta mót allt árið“ Jordan Spieth hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu en í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni hefur hann sigrað eitt og endaði í öðru sæti í hinum tveimur. Hann sagði að aðstæðurnar hefðu hjálpað sér í dag. „Flatirnar voru mjúkar í dag og það hjálpaði mér að stjórna boltanum á þeim. Að spila svona góðan hring á fyrsta degi Masters er alveg magnað og ég hlakka til helgarinnar.“ Spieth var í toppbaráttunni á Masters mótinu í fyrra en hann er óhræddur við að viðurkenna hversu mikilvægt mótið er fyrir hann. „Tímabilið hjá mér hefur snúist um að vera í mínu besta formi hérna á Augusta. Það má eiginlega að segja að ég hafi verið að undirbúa mig undir þetta allt árið.“ Þessi hæfileikaríki kylfingur má þó ekki fara fram úr sér en eins og alltaf á Masters eru margir heimsklassa kylfingar ofarlega á skortöflunni, meðal annars Dustin Johnson og Phil Mickelson á tveimur undir pari og Spánverjinn Sergio Garcia á fjórum undir. Tiger Woods verður meðal fyrstu manna til þess að hefja leik á morgun og búist er við góðum aðstæðum fram að hádegi á öðrum hring. Þá gæti gert mikið rigningaveður sem gæti haft áhrif á leik. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira