Spilaði frábært golf fyrir nýlátna ömmu sína 20. mars 2015 09:00 Morgan Hoffmann talaði um ömmu sína á blaðamannafundinum. Vísir/AP Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir eftir fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída. Hoffmann lék á 66 höggum eða sex undir pari sem verður að teljast afar gott, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk fréttir af andláti ömmu sinnar rétt áður en hann hóf leik. Hann sagði við fréttamenn að hringurinn í dag hefði verið fyrir hana, enda hefði hún alltaf stutt við bakið á honum á golfvellinum. Fimm kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari og fer Ian Poulter þar fremstur í flokki en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu. Fleiri stór nöfn koma þar á eftir á fjórum höggum undir pari, meðal annars Adam Scott, Henrik Stenson, Keegan Bradley og Hunter Mahan. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, byrjaði ágætlega en hann lék á 70 höggum eða tveimur undir pari á fyrsta hring. Það gerði hann þrátt fyrir 34 pútt á hringnum en boltaslátturinn hjá McIlroy var með besta móti í dag þótt að pútterinn hafi verið kaldur. Annar hringur fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir eftir fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída. Hoffmann lék á 66 höggum eða sex undir pari sem verður að teljast afar gott, sérstaklega í ljósi þess að hann fékk fréttir af andláti ömmu sinnar rétt áður en hann hóf leik. Hann sagði við fréttamenn að hringurinn í dag hefði verið fyrir hana, enda hefði hún alltaf stutt við bakið á honum á golfvellinum. Fimm kylfingar deila öðru sætinu á fimm höggum undir pari og fer Ian Poulter þar fremstur í flokki en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu. Fleiri stór nöfn koma þar á eftir á fjórum höggum undir pari, meðal annars Adam Scott, Henrik Stenson, Keegan Bradley og Hunter Mahan. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, byrjaði ágætlega en hann lék á 70 höggum eða tveimur undir pari á fyrsta hring. Það gerði hann þrátt fyrir 34 pútt á hringnum en boltaslátturinn hjá McIlroy var með besta móti í dag þótt að pútterinn hafi verið kaldur. Annar hringur fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira