Stig mætti á skriðdreka með milljón undirskriftir Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 14:39 Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent
Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent