Vill byggja tveggja liða leikvang í Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2015 18:15 Kroenke með Jeff Fisher, þjálfara Rams. Vísir/Getty Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna. NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna.
NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira