Volkswagen dregur úr starfsemi í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 11:15 Frá verksmiðju Volkswagen í Rússlandi. Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent
Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent