Volkswagen dregur úr starfsemi í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 11:15 Frá verksmiðju Volkswagen í Rússlandi. Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár. Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent
Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár.
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent