Hversu mikið vatn á maður að drekka? sigga dögg skrifar 24. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Endalaust er baunað á fólk um vatnsdrykkju en er hægt að drekka of mikið og getur verið að allt fólk þurfi að drekka jafnmikið?Nokkrir punktar um vatnsdrykkju: - Vatn tapast við öndun, við svita og við þvag og hægðir - Meðalmanneskja er með um 40 lítra af vatni í líkamanum - Ef svengd gerir vart við sig eða skyndilega löngun í súkkulaði, drekktu þá vatn - Kaffi hefur vatnslosandi áhrif svo það er gott að drekka vatn á milli kaffibolla - Lágmarksvatnsþörf er hálfur líter á dag, til að losna við úrgangsefni úr líkamanum - Þvag getur verið allt að líter af vökva á dag - Meðalvatnsþörf er um tveir lítrar á dag, en það á við allan vökva, einnig þann sem er í mat- Ef þú svitnar mikið (vegna áreynslu eða hita) þá eykst vatnsþörfin en þú tapar líka salti svo gott getur verið að fá sér íþróttadrykk eða safa - Natríum í líkamanum bindir vatn og skapar bjúg, ef þú ert með bjúg, auktu við vatnsdrykkjuna til að losna við natríumið og þar með bjúginn - Vatn þarf ekki að þamba heldur er gott að fá sér reglulega sopa yfir daginn - Ef þvagið er mjög gult þá getur það verið merki um vökvaskort, þvag á helst að vera frekar litlaust (nema ef tókst B-vítamín því það litar þvagið heiðgult) - Ofdrykkja á hreinu vatni getur verið varasöm og jafnvel hættuleg og þá er verið að tala um tíu til tuttugu lítra á dag - Gamalt fólk drekkur oft minna vatn en aðrir og stuðlar það að slappleika og hægðartregðu - Ef þig þyrstir, fáðu þér sopa! Heilsa Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið
Endalaust er baunað á fólk um vatnsdrykkju en er hægt að drekka of mikið og getur verið að allt fólk þurfi að drekka jafnmikið?Nokkrir punktar um vatnsdrykkju: - Vatn tapast við öndun, við svita og við þvag og hægðir - Meðalmanneskja er með um 40 lítra af vatni í líkamanum - Ef svengd gerir vart við sig eða skyndilega löngun í súkkulaði, drekktu þá vatn - Kaffi hefur vatnslosandi áhrif svo það er gott að drekka vatn á milli kaffibolla - Lágmarksvatnsþörf er hálfur líter á dag, til að losna við úrgangsefni úr líkamanum - Þvag getur verið allt að líter af vökva á dag - Meðalvatnsþörf er um tveir lítrar á dag, en það á við allan vökva, einnig þann sem er í mat- Ef þú svitnar mikið (vegna áreynslu eða hita) þá eykst vatnsþörfin en þú tapar líka salti svo gott getur verið að fá sér íþróttadrykk eða safa - Natríum í líkamanum bindir vatn og skapar bjúg, ef þú ert með bjúg, auktu við vatnsdrykkjuna til að losna við natríumið og þar með bjúginn - Vatn þarf ekki að þamba heldur er gott að fá sér reglulega sopa yfir daginn - Ef þvagið er mjög gult þá getur það verið merki um vökvaskort, þvag á helst að vera frekar litlaust (nema ef tókst B-vítamín því það litar þvagið heiðgult) - Ofdrykkja á hreinu vatni getur verið varasöm og jafnvel hættuleg og þá er verið að tala um tíu til tuttugu lítra á dag - Gamalt fólk drekkur oft minna vatn en aðrir og stuðlar það að slappleika og hægðartregðu - Ef þig þyrstir, fáðu þér sopa!
Heilsa Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið