Ertu að nota linsurnar rétt? Rikka skrifar 23. mars 2015 14:45 visir/getty Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega. Heilsa Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið
Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega.
Heilsa Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið