Það styttist í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin er í Vínarborg í Austurríki þetta árið. Fjörutíu þjóðir mæta til leiks en þrjátíu og þrjár þeirra þurfa að reyna fyrir sér á tveimur undankvöldum, þriðjudaginn 19. maí og fimmtudaginn 21. maí, í þeirri von að verða á meðal þeirra þjóða sem keppa til úrslita laugardagskvöldið 23 maí.
Tuttugu þjóðir komast upp úr undanriðlunum tveimur og bætast þá í hópinn stóru þjóðirnar fimm, Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland ásamt Ástralíu og Austurríki sem vann keppnina í fyrra.
María Ólafsdóttir flytur lagið Unbroken fyrir hönd Íslendinga í seinni undanriðlinum. Þar verður hún tólfta í röðinni en á undan henni syngur Elnur Huseynov frá Aserbaídsjan lagið Hour of the wolf. Á eftir Maríu mætir til leiks Måns Zelmerlöw fyrir hönd Svía með lagið Heroes. Hér fyrir neðan getur þú heyrt öll lögin sem keppa í Eurovision þetta árið og ljóst að keppnin verður ansi jöfn og spennandi.
Moldovía: Eduard Romanyuta - I want your love
Armenía: Genealogy - Face The Shadow
Belgía: Loïc Nottet - Rhythm Inside
Holland: Trijntje Oosterhuis - Walk Along
Finnland: Pertti Kurikan Nimipäivät - Aina mun pitää
Grikkland: Maria-Elena Kyriakou - One Last Breath
Eistland: Elina Born & Stig Rästa - Goodbye to Yesterday
Makedonía: Daniel Kajmakoski - Lisja Esenski
Serbía: Bojana Stamenova - Beauty Never Lies
Ungverjaland: Boggie - Wars for nothing
Hvíta Rússland: Uzari & Maimuna - Time
Rússland: Polina Gagarina - A Million Voices
Danmörk: Anti Social Media - The Way You Are
Albanía: Elhaida Dani - I´m Alive
Rúmenía: De La capăt - All Over Again
Georgía: Nina Sublatti - Warrior
Litháen: Monika Linkyte & Vaidas Baumila - This Time
Írland: Molly Sterling - Playing With Numbers
San Marínó: Michele Perniola & Anita Simoncini - Chain of Light
Svartfjallaland: Knez - Adio
Malta: Amber - Warrior
Noregur: Mørland & Debrah Scarlett - A Monster Like Me
Portúgal: Leonor Andrade - Há um Mar que nos Separa
Tékkland: Marta Jandová and Václav Noid Bárta - Hope Never Dies
Ísrael: Nadav Gedj - Golden boy
Lettland: Aminata - Love Injected
Aserbaídsjan: Elnur Huseynov - Hour of the wolf
Ísland: María Ólafsdóttir - Unbroken
Svíþjóð: Måns Zelmerlöw - Heroes
Sviss: Mélanie René - Time to Shine
Kýpur: Giannis Karagiannis - One Thing I Should Have Done