Fjórir ódýrir prótíngjafar Rikka skrifar 25. mars 2015 14:00 visir/getty Prótín er lífsnauðsynlegt næringarefni sem að við þurfum til að halda uppi heilbrigðum líkama. Það er aðaluppbyggingarefni líkamans og þar á meðal byggir það upp vöðvana. Flestir sem stunda líkamsrækt af einhverju ráði hafa nú örugglega fengið sér einn eða tvo prótínsjeika í gegnum ævina eða eiga einn góðan plastdunk í eldhúsinu fullan af prótíni í duftformi. Fæðutegundir sem að við neytum dagsdaglega eru misríkar af prótíni en eftirfarandi tegundir eru einstaklega prótínríkar og eiga það einnig sameiginlegt að særa ekki seðlaveskið.SkyrÍslenska skyrið er stútfullt af prótíni. Eini ókosturinn við það er hversu mikið af sykri er stundum skellt saman við það. Veldu hreint skyr og blandaðu frekar ferskum ávöxtum saman við það.EggEgg er orkugjafi og í raun fullt hús matar. Þau eru líka hægt að matreiða á marga mismundi vegu og eru oft undirstaðan í mörgum uppskriftum. Egg eru frábær fæðugjafi fyrir prótín og inniheldur í réttum hlutföllum allar nauðsynlegar amínósýrur.Auk prótíns eru egg stútfull af öðrum næringarefnum svosem B-vítamínum, kólín og seleníum.TúnfiskurNiðursoðinn túnfiskur í vatni er alveg frábær prótíngjafi og ríkur af Omega fitusýrum sem heldur taugakerfi líkamanns í jafnvægi. Ekki veitir af á þesum síðustu og verstu.HnetusmjörHreint og náttúrulegt hnetusmjör er frábær prótín og fitugjafi. Gæta þarf þess að velja gott hnetusmjör sem er ekki stútfullt af óþarfa olíum og sykri. Það er náttúrulega allra best að búa til sitt eigið hnetusmjör. Heilsa Tengdar fréttir 10 leiðir að hollari eldamennsku Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir. 6. mars 2015 14:00 7 leiðir að heilbrigðara og síðara hári Heilsuvísir hefur tekið saman 7 frábær ráð til að hjálpa hárinu að síkka og halda því heilbrigðu. 9. september 2014 12:25 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Prótín er lífsnauðsynlegt næringarefni sem að við þurfum til að halda uppi heilbrigðum líkama. Það er aðaluppbyggingarefni líkamans og þar á meðal byggir það upp vöðvana. Flestir sem stunda líkamsrækt af einhverju ráði hafa nú örugglega fengið sér einn eða tvo prótínsjeika í gegnum ævina eða eiga einn góðan plastdunk í eldhúsinu fullan af prótíni í duftformi. Fæðutegundir sem að við neytum dagsdaglega eru misríkar af prótíni en eftirfarandi tegundir eru einstaklega prótínríkar og eiga það einnig sameiginlegt að særa ekki seðlaveskið.SkyrÍslenska skyrið er stútfullt af prótíni. Eini ókosturinn við það er hversu mikið af sykri er stundum skellt saman við það. Veldu hreint skyr og blandaðu frekar ferskum ávöxtum saman við það.EggEgg er orkugjafi og í raun fullt hús matar. Þau eru líka hægt að matreiða á marga mismundi vegu og eru oft undirstaðan í mörgum uppskriftum. Egg eru frábær fæðugjafi fyrir prótín og inniheldur í réttum hlutföllum allar nauðsynlegar amínósýrur.Auk prótíns eru egg stútfull af öðrum næringarefnum svosem B-vítamínum, kólín og seleníum.TúnfiskurNiðursoðinn túnfiskur í vatni er alveg frábær prótíngjafi og ríkur af Omega fitusýrum sem heldur taugakerfi líkamanns í jafnvægi. Ekki veitir af á þesum síðustu og verstu.HnetusmjörHreint og náttúrulegt hnetusmjör er frábær prótín og fitugjafi. Gæta þarf þess að velja gott hnetusmjör sem er ekki stútfullt af óþarfa olíum og sykri. Það er náttúrulega allra best að búa til sitt eigið hnetusmjör.
Heilsa Tengdar fréttir 10 leiðir að hollari eldamennsku Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir. 6. mars 2015 14:00 7 leiðir að heilbrigðara og síðara hári Heilsuvísir hefur tekið saman 7 frábær ráð til að hjálpa hárinu að síkka og halda því heilbrigðu. 9. september 2014 12:25 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
10 leiðir að hollari eldamennsku Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir. 6. mars 2015 14:00
7 leiðir að heilbrigðara og síðara hári Heilsuvísir hefur tekið saman 7 frábær ráð til að hjálpa hárinu að síkka og halda því heilbrigðu. 9. september 2014 12:25