Heldur kaldur aðdragandi fyrir opnun veiðisvæðanna Karl Lúðvíksson skrifar 25. mars 2015 12:05 Núna eru sex dagar í að fyrstu veiðisvæðin opni og það er alveg ljóst þegar veiðispjallþræðir á samfélagsmiðlunum eru skoðaðir að það er spenna í loftinu. En spennan sú er þó lævi blandin að einhverju leiti og þá sér í lagi þegar veðurspáin er skoðuð. Það er nefnilega spáð ansi köldu veðri á mánudag og þriðjudag, svo ofan á það snjókomu víða um land um helgina. Snjókoma er eitt en frostið er bara allt annað því það er fátt leiðinlegra en þegar það frýs í lykkjunum allann daginn. Einhver ráð eru þó til við því og sumir veiðimenn nota t.d. saltvatn eða edik með góðum árangri til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Annars virðast svæðin koma vel undan vetri og á sjóbirtingsslóðum fyrir austan er meira og minna íslaust á ánum og alls ekki mikill ef nokkur snjór í byggð en auðvitað skaflar á stangli við árnar. Veiðimenn vona auðvitað að tíðin verði betri en í fyrra en þá var oft ansi lélegt veður alveg fram í miðjan maí. Vötnin opna svo hvert af öðru og verður vatnaveiðin komin á fullt á láglendinu 1. maí. Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði 104 sm sá stærsti í sumar Veiði Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði
Núna eru sex dagar í að fyrstu veiðisvæðin opni og það er alveg ljóst þegar veiðispjallþræðir á samfélagsmiðlunum eru skoðaðir að það er spenna í loftinu. En spennan sú er þó lævi blandin að einhverju leiti og þá sér í lagi þegar veðurspáin er skoðuð. Það er nefnilega spáð ansi köldu veðri á mánudag og þriðjudag, svo ofan á það snjókomu víða um land um helgina. Snjókoma er eitt en frostið er bara allt annað því það er fátt leiðinlegra en þegar það frýs í lykkjunum allann daginn. Einhver ráð eru þó til við því og sumir veiðimenn nota t.d. saltvatn eða edik með góðum árangri til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Annars virðast svæðin koma vel undan vetri og á sjóbirtingsslóðum fyrir austan er meira og minna íslaust á ánum og alls ekki mikill ef nokkur snjór í byggð en auðvitað skaflar á stangli við árnar. Veiðimenn vona auðvitað að tíðin verði betri en í fyrra en þá var oft ansi lélegt veður alveg fram í miðjan maí. Vötnin opna svo hvert af öðru og verður vatnaveiðin komin á fullt á láglendinu 1. maí.
Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði 104 sm sá stærsti í sumar Veiði Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði