Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2015 16:41 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af sakborningunum í Aurum-málinu ásamt verjendum sínum. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31