Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2015 16:41 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af sakborningunum í Aurum-málinu ásamt verjendum sínum. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31