Flóttamenn ekki fleiri í 22 ár Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 14:26 Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra. Vísir/EPA Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra. Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra.
Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“