Hart var barist um húsið sem er 10 þúsund fermetrar að stærð. Pacquiao keppti við tvo aðra um húsið en þegar hann gerði sama tilboð og hinir og bætti við fjórum miðum á bardaga sinn gegn Floyd Mayweather þá fékk hann húsið.
Hann greiddi annars 1,7 milljarða króna fyrir húsið en miðarnir eru ómetanlegir enda erfitt að fá miða sem síðan kosta skildinginn.
Hér að neðan má sjá myndband af glæsivillunni sem hann var að kaupa. Hún var eitt sinn í eigu P. Diddy, Puff Daddy eða hvað sem hann kýs að kalla sig þessa dagana.